Kjarninn - 12.12.2013, Síða 4

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 4
leiðari staðan á íslandi í dag Þórður Snær Júlíusson skrifar um hverjir græða og hverjir tapa við útdeilingu gæðanna á Íslandi á Íslandi í dag er staðan þannig að ákvörðun var tekin um það á sumarþingi að lækka veiðigjald á útgerðir um 6,4 milljarða króna á næsta ári. Á sama tíma var ákveðið að hætta við gistinátta skatt sem hefði skilað 1,5 milljörðum króna í kassann. Það var forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að ráðast í þessi verk- efni. Þau voru framkvæmd á undan öllum öðrum. Þarna minnk- uðu tekjur ríkisins um 7,9 milljarða króna (en útgerðir, sem högnuðust um 80 milljarða króna að frádregnum veiðigjöldum en fyrir skatta og fjármagnskostnað árið 2012, og erlendir ferða- menn, sem hefur fjölgað úr 100 þúsund í 750 þúsund á rúmum áratug, græða). Á Íslandi í dag er staðan þannig að ríkisstjórnin ætlar að setja makrílkvóta varanlega inn í kvótakerfið á næsta ári. Þar verður tekið mið af aflareynslu skipa. Markaðsvirði núverandi makríl- kvóta er tæplega 100 milljarðar króna. Ekki er að sjá að ríkis- stjórnin ætli sér að leigja eða bjóða upp þennan kvóta, sem gæti skilað tugmilljörðum króna í sameigin lega sjóði. (Allir tapa... nema útgerðin). Á Íslandi í dag stendur til að framkvæma millifærslur upp á 80 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til fólks með verðtryggð húsnæðislán. Með því verða miklir fjármunir sem hefðu getað nýst öllum færðir til þess sem ríkis- stjórnin skilgreinir sem „millistéttina“. (Tæplega helmingur þjóðarinnar græðir, hinn rúmlega helmingur- inn tapar. Nema að aðgerðin valdi verðbólgu. Þá tapa allir.) Á næsta ári á síðan að afnema auðlegðar- skatt sem síðasta ríkisstjórn kom á. Hann á að skila 9,1 milljarði króna í kassann 2014 en engu árið eftir. Héraðsdómur hefur reyndar komist að þeirri niðurstöðu að skatturinn sé lögmætur og standist stjórnarskrá. (Þeir sem eiga yfir 75 milljónir króna í hreina eign græða, aðrir tapa.) Þrátt fyrir þennan fjáraustur og þessa eftirgjöf tekna ætlar ríkisstjórnin sér að reka ríkissjóð hallalausan á næstu árum. Hún ætlar sér reyndar að ná því markmiði strax árið 2014. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða auknar tekjur til að brúa það bil aðallega þrenns konar: tryggingagjöld eiga að skila meiru (atvinnulífið borgar), skattar á tekjur og hagnað sömuleiðis (almenningur borgar) og bankaskattur mun ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð til að sækja 11,3 milljarða króna í viðbót (kröfuhafar borga). Álögur á bú fallinna fjármála- fyrirtækja voru reyndar aukin um nokkra tugi milljarða króna í viðbót til að fjármagna kostnað ríkissjóðs af skulda niðurfærslum. Deilur vegna lögmætis þess skatts stefna fyrir dómstóla. Auk þess verður vaxtakostnaður ríkisins lækkaður um tíu milljarða króna með því að breyta skilmálum á skuldabréfi við Seðlabankann. (Seðlabankinn, og þar með eigendur hans (almenningur), borgar.) Þá var gerð niðurskurðarkrafa á RÚV upp á 500 milljónir króna á ári sem fækkaði störfum hjá RÚV um 60 (menning og fjölmiðlun liður fyrir vikið). Farið var fram á sparnað upp á rúma 1,5 milljarða króna hjá framhaldsskólum landsins og framlög til háskóla landsins lækkuð sjötta árið í röð (menntun versnar). Framlög til kvikmyndagerðar verða skorin niður um 40 prósent, eða um hátt í 400 milljónir króna (kvik- myndaiðnaðurinn tapar), dregið verður úr framlögum til átaks- verkefna vegna atvinnuleysis (atvinnulausir tapa) og framlög til Fjármálaeftirlits og Sérstaks saksóknara verða skert (eftirlit og hvítflibbarannsóknir líða fyrir). Listinn er alls ekki tæmandi. Nú eru að líta dagsins ljós þær breytingar sem helst verða gerðar á fjárlagafrumvarpinu fyrir aðra umræðu þess. Þar stendur til að auka framlög til heilbrigðismála (allir græða). Til þess að ná því fram stendur ekki til að auka tekjur heldur að skera meira niður annars staðar. Fram hefur komið á undanförnum dögum að þar sé annars vegar um lækkun á vaxtabótum um 500 milljónir króna (húseigendur tapa) og með lækkun á framlagi til þróunarmála um 460 milljónir króna (fátækustu þegnar heimsins tapa). Um tíma stóð meira að segja til að lækka barnabætur (barnafjölskyldur hefðu tapað). Eða þar til ríkisstjórnin varð ósammála sjálfri sér. Þetta er staðan. Finnst okkur hún í lagi? „Á Íslandi í dag er staðan þannig að ríkisstjórnin ætlar að setja makríl- kvóta varanlega inn í kvótakerfið á næsta ári. Þar verður tekið mið af aflareynslu skipa. Markaðsvirði nú- verandi makrílkvóta er tæplega 100 milljarðar króna.“ leiðari Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is 02/02 kjarninn LEiðaRi

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.