Kjarninn - 12.12.2013, Síða 19

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 19
60/63 kjarninn TOpp 5 kio Briggs: ljóðrænt réttlæti Í september 1998 dúkkaði risavaxinn breskur maður að nafni Kio Alexander Ayobambele Briggs upp í Leifsstöð. Hann var að koma frá Benidorm og reyndist vera með 2.031 e-töflu í farangri sínum. Kio hélt því fram að íslenskur maður, Guðmundur Ingi Þóroddsson, hefði komið fíkniefnunum fyrir í töskunni án hans vitneskju. Guðmundur Ingi neitaði því en viðurkenndi í vitnastúku við aðalmeðferð málsins að hafa hringt í lögreglumann á Íslandi og greint honum frá upplýsingum um fíkniefnasmyglið í þeirri von að fá ívilnun lögreglunnar í öðru máli sem að honum sneri. Þessi aðferðarfræði Guð- mundar var reyndar sérkennileg, þar sem þegar var fallinn dómur í því máli. Kio var dæmdur í sjö ára fangelsi í mars 1999. Annmarkar voru hins vegar á málsmeðferðinni og málið tekið upp aftur. Á meðan gekk Kio laus en sætti farbanni. Hann var mjög áberandi á Íslandi á þeim tíma. Fór í viðtöl, var virkur í skemmtana- lífinu og tók þátt í kraftakeppnum. Kio var á endanum sýknaður bæði af héraðsdómi og hæstarétti og fagnaði þeirri niðurstöðu gríðarlega. Í kjölfarið fór hann í mál við íslenska ríkið og krafðist 27 milljóna króna í skaðabætur fyrir frelsissviptinu. Áður en málið var dómtekið hafði Kio hins vegar verið handtekinn á ný, nú í Danmörku, með um 800 e-töflur í fórum sínum. Hann tapaði málinu gegn íslenska ríkinu og ekkert hefur spurst til hans síðan. #4

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.