Kjarninn - 12.12.2013, Side 21

Kjarninn - 12.12.2013, Side 21
Byrgið: jesús, peningar, kynferðisbrot og kúrekahattur Guðmundur Jónsson, síðar ávallt kallaður Guðmundur í Byrginu, stofnaði ásamt öðrum kristilega meðferðferðarheimilið Byrgið fyrir heimilislausa vímuefna- sjúklinga, spilaíkla og fólk með ýmsar persónuleikaraskanir í desember 1996. Guðmundi gekk vel að ota Byrgis totanum og fékk töluverða athygli, enda hafði hann sérstakt útlit. Var með tagl og gekk iðu- lega um með kúrekahatt. Þessi eljusemi Guðmundar leiddi til þess að Byrgið fékk aðstöðu undir starf- semi sína, meðal annars í Rockville á Miðnesheiði og síðar á Efri-Brú í Gríms- nesi. Auk þess unnu margir sjálfboðaliðar fyrir Byrgið og miklir fjármunir streymdu til þess frá bæði einstaklingum og fyrir- tækjum. Auk þess styrkti ríkissjóður Byrgið um að minnsta kosti 226 milljónir króna. Vistmenn greiddu þess utan fyrir vistina. Fáa grunaði að pottur væri brotinn í starfseminni. Hún var meðal annars tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins árið 2006 og fangar voru vistaðir þar. Í desember 2006 var sendur út frétta- skýringaþátturinn Kompás um Byrgið og ásakanir á hendur Guðmundi um stórfellt fjármálamisferli og kynferðislegt samneyti við vistmenn lagðar fram. Guðmundur harðneitaði sök en mánuði síðar skilaði Ríkisendurskoðun úttekt sem sýndi fram á að fjármunir hefðu sannarlega verið notaði til einkaútgjalda. Sama dag var Byrginu lokað. Þá höfðu nokkrar konur sem voru fyrrverandi vistmenn í Byrginu kært Guðmund fyrir kynferðislega mis- beitingu og nauðgun. Hann neitaði þeim ásökunum einnig en um miðjan janúar 2007 lak á netið myndband sem sýndi Guð- mund og eina kvennanna í kynlífsleikjum. Viðbrögð Guðmundar voru að hóta því að kæra konuna fyrir nauðgun. Hann sagði hana hafabyrlað sér smjörsýru. Guðmundur var á endanum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár. Hann var einnig ákærður og dæmdur fyrir stórfelldan fjárdrátt og umboðssvik. #2 62/63 kjarninn TOpp 5

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.