Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 21

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 21
Byrgið: jesús, peningar, kynferðisbrot og kúrekahattur Guðmundur Jónsson, síðar ávallt kallaður Guðmundur í Byrginu, stofnaði ásamt öðrum kristilega meðferðferðarheimilið Byrgið fyrir heimilislausa vímuefna- sjúklinga, spilaíkla og fólk með ýmsar persónuleikaraskanir í desember 1996. Guðmundi gekk vel að ota Byrgis totanum og fékk töluverða athygli, enda hafði hann sérstakt útlit. Var með tagl og gekk iðu- lega um með kúrekahatt. Þessi eljusemi Guðmundar leiddi til þess að Byrgið fékk aðstöðu undir starf- semi sína, meðal annars í Rockville á Miðnesheiði og síðar á Efri-Brú í Gríms- nesi. Auk þess unnu margir sjálfboðaliðar fyrir Byrgið og miklir fjármunir streymdu til þess frá bæði einstaklingum og fyrir- tækjum. Auk þess styrkti ríkissjóður Byrgið um að minnsta kosti 226 milljónir króna. Vistmenn greiddu þess utan fyrir vistina. Fáa grunaði að pottur væri brotinn í starfseminni. Hún var meðal annars tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins árið 2006 og fangar voru vistaðir þar. Í desember 2006 var sendur út frétta- skýringaþátturinn Kompás um Byrgið og ásakanir á hendur Guðmundi um stórfellt fjármálamisferli og kynferðislegt samneyti við vistmenn lagðar fram. Guðmundur harðneitaði sök en mánuði síðar skilaði Ríkisendurskoðun úttekt sem sýndi fram á að fjármunir hefðu sannarlega verið notaði til einkaútgjalda. Sama dag var Byrginu lokað. Þá höfðu nokkrar konur sem voru fyrrverandi vistmenn í Byrginu kært Guðmund fyrir kynferðislega mis- beitingu og nauðgun. Hann neitaði þeim ásökunum einnig en um miðjan janúar 2007 lak á netið myndband sem sýndi Guð- mund og eina kvennanna í kynlífsleikjum. Viðbrögð Guðmundar voru að hóta því að kæra konuna fyrir nauðgun. Hann sagði hana hafabyrlað sér smjörsýru. Guðmundur var á endanum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár. Hann var einnig ákærður og dæmdur fyrir stórfelldan fjárdrátt og umboðssvik. #2 62/63 kjarninn TOpp 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.