Kjarninn - 12.12.2013, Síða 22

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 22
63/63 kjarninn TOpp 5 líkfundarmálið: hin íslenska Fargo Eitt mánudagskvöld í febrúar 2004 kom Vaidas Jucevicius til Íslands frá Litháen, með millilendingu í Kaupmannahöfn. Innvortis var hann með 61 pakkningu af metamfetamíni, alls 223,67 grömm, sem hann hafði gleypt áður en hann lagði af stað. Í Leifsstöð ætluðu þrír menn: Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðs- son og Tomas Malakauskas, að taka á móti honum. Þeir höfðu skipulagt smygl fíkniefnanna ásamt eiturlyfjahring í Lit- háen í nokkur tíma. Jónas hélt á spjaldi með nafni Vaidasar í móttökusalnum, en samt fóru þeir á mis. Vaidas kom sér til Reykjavíkur og hitti þar mennina, sem óku með hann í rólegt íbúðahverfi í Kópavogi. Skömmu síðar veiktist Vaidas herfilega vegna þess að fíkniefna- pakkningarnar stifluðu mjógirni hans og gengu ekki niður. Fjórum dögum eftir að hann lenti í Keflavík var Vaidas látinn vegna þessa. Atburðarásin þar á eftir er ævintýra- leg. Einn mannanna stakk upp á því að fjarlægja efnin úr líkinu en hinir tóku það ekki í mál. Mennirnir settu þá lík Vaidasar í plastpoka, vöfðu það í teppi og þeir Jónas Ingi og Tomas óku síðan með það austur á Djúpavog í jeppa sem þeir höfðu leigt. Þar urðu þeir veðurtepptir í tvo daga, með líkið í skottinu. Ferðinni var heitið á Norðfjörð, þaðan sem Grétar er. Hann flaug þangað sjálfur. Þegar komið var til Norðfjarðar var jörð frosin og engin leið að grafa líkið. Mennirnir ákváðu því að kasta því í sjóinn, en fyrst stungu þeir það fimm sinnum í þeirri von að líkið myndi sökkva. Þremur dögum síðar var kafari fyrir tilviljun við störf við bryggjuna þar sem Vaidas lá í votri gröf. Skip hafði rekist á bryggjuna einhverju áður og kafarinn var að kanna skemmdir á henni. Fyrir algjöra tilviljun fann hann líkið. Níu dögum eftir að líkið fannst voru Jónas Ingi, Grétar og Tomas handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hver fyrir innflutning á fíkni- efnum, fyrir að koma Vaidasi ekki til að- stoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu. Jónas komst aftur í fréttirnar árið 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að setja upp í samstarfi við aðra eina fullkomnustu amfetamínverksmiðju sem fundist hefur hérlendis. #1

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.