Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 22

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 22
63/63 kjarninn TOpp 5 líkfundarmálið: hin íslenska Fargo Eitt mánudagskvöld í febrúar 2004 kom Vaidas Jucevicius til Íslands frá Litháen, með millilendingu í Kaupmannahöfn. Innvortis var hann með 61 pakkningu af metamfetamíni, alls 223,67 grömm, sem hann hafði gleypt áður en hann lagði af stað. Í Leifsstöð ætluðu þrír menn: Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðs- son og Tomas Malakauskas, að taka á móti honum. Þeir höfðu skipulagt smygl fíkniefnanna ásamt eiturlyfjahring í Lit- háen í nokkur tíma. Jónas hélt á spjaldi með nafni Vaidasar í móttökusalnum, en samt fóru þeir á mis. Vaidas kom sér til Reykjavíkur og hitti þar mennina, sem óku með hann í rólegt íbúðahverfi í Kópavogi. Skömmu síðar veiktist Vaidas herfilega vegna þess að fíkniefna- pakkningarnar stifluðu mjógirni hans og gengu ekki niður. Fjórum dögum eftir að hann lenti í Keflavík var Vaidas látinn vegna þessa. Atburðarásin þar á eftir er ævintýra- leg. Einn mannanna stakk upp á því að fjarlægja efnin úr líkinu en hinir tóku það ekki í mál. Mennirnir settu þá lík Vaidasar í plastpoka, vöfðu það í teppi og þeir Jónas Ingi og Tomas óku síðan með það austur á Djúpavog í jeppa sem þeir höfðu leigt. Þar urðu þeir veðurtepptir í tvo daga, með líkið í skottinu. Ferðinni var heitið á Norðfjörð, þaðan sem Grétar er. Hann flaug þangað sjálfur. Þegar komið var til Norðfjarðar var jörð frosin og engin leið að grafa líkið. Mennirnir ákváðu því að kasta því í sjóinn, en fyrst stungu þeir það fimm sinnum í þeirri von að líkið myndi sökkva. Þremur dögum síðar var kafari fyrir tilviljun við störf við bryggjuna þar sem Vaidas lá í votri gröf. Skip hafði rekist á bryggjuna einhverju áður og kafarinn var að kanna skemmdir á henni. Fyrir algjöra tilviljun fann hann líkið. Níu dögum eftir að líkið fannst voru Jónas Ingi, Grétar og Tomas handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hver fyrir innflutning á fíkni- efnum, fyrir að koma Vaidasi ekki til að- stoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu. Jónas komst aftur í fréttirnar árið 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að setja upp í samstarfi við aðra eina fullkomnustu amfetamínverksmiðju sem fundist hefur hérlendis. #1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.