Kjarninn - 12.12.2013, Side 28

Kjarninn - 12.12.2013, Side 28
20/21 kjarninn SuðuR-afRÍKa endalok aðskilnaðar- stefnunnar Árið 1989 tók Frederik Willem de Klerk við embætti forseta Suður- Afríku. Hann var talinn vera meðal íhaldssamra meðlima í Þjóðarflokkinum og jafnvel var búist við enn meiri hörku í baráttunni við ANC frá honum. En de Klerk áttaði sig fljótt á stöðu landsins og hóf þegar viðræður við Mandela. De Klerk gekk að öllum kröfum hans og 2. febrúar 1990 var Mandela látinn laus og banni á starfsemi ANC aflétt. Við tóku langar viðræður um framtíðarfyrirkomulag mála í Suður-Afríku sem enduðu árið 1994 með fyrstu almennu lýðræðislegu kosningunum í sögu Suður-Afríku. Nýkjörin stjórnvöld, með Mandela í broddi fylkingar, komu á fót sannleiks- og sáttanefnd, sem var gefið það hlut- verk að rannsaka mannréttindabrot á tímum aðskilnaðar- stefnunnar. Eitt það merkilegasta var að gegn vitnisburði fyrir nefndinni var hægt að biðja um að fá uppgefnar sakir. Ríki sem hafa lent í miklum innbyrðis átökum, til að mynda Líbería, hafa nýtt sér sams konar nefndir til þess að takast á við erfiðustu úrlausnarefnin. Mandela nýtti líka tækifærið árið 1995 þegar Suður- Afríka hélt heimsmeistarakeppnina í rúgbí, vinsælustu íþrótt landsins. Þar hvatti hann alla landsmenn til þess að styðja við liðið en fram að því hafði það verið, í augum meirihluta þjóðarinnar, tákn aðskilnaðarstefnunnar. Svo fór að lokum að Suður-Afríka komst í úrslit og bar þar sigurorð af Nýja-Sjálandi á lokamínútu leiksins. Mandela afhenti þá, íklæddur landsliðstreyjunni, hvítum fyrirliða suður-afríska landsliðsins bikarinn og náði með því að brjóta niður fleiri múra en áður hafði tekist. (Áhugasamir geta horft á myndina Invictus sem fjallar um þennan viðburð). baráttunni ekki lokið Nelson Mandela yfirgaf fang- elsið eins og hann fór þangað fyrst; með krepptan hnefa á lofti, tákn andspyrnunnar. á níunda áratugnum var honum boðin lausn úr fangelsi gegn því að hann héti því að hætta baráttunni. Mandela hafnaði því og svaraði því til að aðeins frjálsir menn gætu samið um frelsi sitt. Mynd: afp

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.