Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 28

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 28
20/21 kjarninn SuðuR-afRÍKa endalok aðskilnaðar- stefnunnar Árið 1989 tók Frederik Willem de Klerk við embætti forseta Suður- Afríku. Hann var talinn vera meðal íhaldssamra meðlima í Þjóðarflokkinum og jafnvel var búist við enn meiri hörku í baráttunni við ANC frá honum. En de Klerk áttaði sig fljótt á stöðu landsins og hóf þegar viðræður við Mandela. De Klerk gekk að öllum kröfum hans og 2. febrúar 1990 var Mandela látinn laus og banni á starfsemi ANC aflétt. Við tóku langar viðræður um framtíðarfyrirkomulag mála í Suður-Afríku sem enduðu árið 1994 með fyrstu almennu lýðræðislegu kosningunum í sögu Suður-Afríku. Nýkjörin stjórnvöld, með Mandela í broddi fylkingar, komu á fót sannleiks- og sáttanefnd, sem var gefið það hlut- verk að rannsaka mannréttindabrot á tímum aðskilnaðar- stefnunnar. Eitt það merkilegasta var að gegn vitnisburði fyrir nefndinni var hægt að biðja um að fá uppgefnar sakir. Ríki sem hafa lent í miklum innbyrðis átökum, til að mynda Líbería, hafa nýtt sér sams konar nefndir til þess að takast á við erfiðustu úrlausnarefnin. Mandela nýtti líka tækifærið árið 1995 þegar Suður- Afríka hélt heimsmeistarakeppnina í rúgbí, vinsælustu íþrótt landsins. Þar hvatti hann alla landsmenn til þess að styðja við liðið en fram að því hafði það verið, í augum meirihluta þjóðarinnar, tákn aðskilnaðarstefnunnar. Svo fór að lokum að Suður-Afríka komst í úrslit og bar þar sigurorð af Nýja-Sjálandi á lokamínútu leiksins. Mandela afhenti þá, íklæddur landsliðstreyjunni, hvítum fyrirliða suður-afríska landsliðsins bikarinn og náði með því að brjóta niður fleiri múra en áður hafði tekist. (Áhugasamir geta horft á myndina Invictus sem fjallar um þennan viðburð). baráttunni ekki lokið Nelson Mandela yfirgaf fang- elsið eins og hann fór þangað fyrst; með krepptan hnefa á lofti, tákn andspyrnunnar. á níunda áratugnum var honum boðin lausn úr fangelsi gegn því að hann héti því að hætta baráttunni. Mandela hafnaði því og svaraði því til að aðeins frjálsir menn gætu samið um frelsi sitt. Mynd: afp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.