Kjarninn - 12.12.2013, Side 32

Kjarninn - 12.12.2013, Side 32
09/09 kjarninn DÓMSMáL og koma í veg fyrir stórfelldar úttektir innstæðueigenda af reikningum sínum. Yfirlýsingin var ekki sett með stoð í lögum og var ekki birt í Stjórnartíðindum. Því var ekki um stjórnvaldsfyrirmæli að ræða, heldur viljayfirlýsingu ríkis- stjórnar sem stóð frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum þar sem allt bankakerfi landsins riðaði að falli og ljóst var að án róttækra aðgerða myndi skapast hætta á ahlaupi á banka landsins“. ekki hægt að beina kröfum að ríkissjóði Lögmaður ríkisins vísar því einnig á bug að einstaklingar eða fyrirtæki geti byggt bótakröfu á hendur ríkissjóði á yfir lýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008. Í henni felist ekki að einstaklingar eða fyrirtæki get beint kröfum að ríkissjóði vegna innstæða sem þeir telji sig eiga heldur að ríkið muni sjá til þess að innstæðueigendur fari ekki halloka ef fjármálafyrirtæki verði tekið í slitameðferð. „Í framkvæmd hefur staða innstæðueigenda, á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, verið tryggð með því að séð hefur verið til þess að innstæður í fjármálafyrirtækjum, sem standa höllum fæti og FME hefur tekið yfir vald hluthafa- fundar í, hafa verið fluttar til annarra fjármálafyrirtækja með ákvörðunum FME. Þannig hefur ríkið aldrei greitt út innstæður, heldur einbeitt sér að því að tryggja stöðu inn- stæðueigenda með flutningi innstæðnanna,“ segir í greinar- gerðinni.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.