Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 34
24/29 kjarninn HEiLBRiGðiSMáL
í
fyrstu grein þessa greinaflokks, sem birtist í
Kjarnanum í síðustu viku, var skýrt frá því hvernig
sjúkdómsbyrði Íslendinga samanstendur annars
vegar af glötuðum æviárum vegna ótímabærs dauða
og hins vegar af æviárum lifuðum með örorku,
í hlutföllunum 2 á móti 3. Örorka veldur þjóðinni meiri
heilsufarsskaða en ótímabær dauði, mælt í „glötuðum góðum
æviárum“ að hætti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Stutta svarið við spurningunni um hvað valdi sjúkdóms-
byrðinni er: Við sjálf.
Þessi grein er önnur grein af þremur og segir söguna af
því hvaða áhættuþættir liggja að baki sjúkdómunum sem
leggja okkur að velli fyrir aldur fram eða orsaka örorku.
slæmt mataræði stærsti áhættuþátturinn
Í raunveruleikanum býr auðvitað margt að baki og eðli
máls samkvæmt verða ekki öll dauðsföll eða örorka rakin
til ákveðinna áhættuþátta. WHO hefur þó gert tilraun til að
rekja sjúkdómsbyrðina til áhættuþátta í skýrslunni „Global
Burden of Disease“ frá desember 2012. Samkvæmt henni
eru stærstu áhættuþættir heilsubrests hér á landi: matar-
æði, ofþyngd, reykingar, háþrýstingur, starfstengd áhætta,
hreyfingar leysi, há blóðfita, hár blóðsykur og áfengisneysla
– í þessari röð.
Slæmt mataræði er sem sagt stærsti einstaki áhættu-
þáttur að baki heildarsjúkdómsbyrði Íslendinga, og svo er
líka um hin Norðurlandaríkin að Danmörku frátalinni, þar
sem reykingar eru í fyrsta sæti, naumlega þó.
En rifjum upp helstu sjúkdóma og raskanir, sem gerð voru
skil í fyrri grein:
Meðan helstu drápararnir eru krabbamein og hjarta- og
æðasjúkdómar eru það stoðkerfisraskanir og geðraskanir
sem valda mestri örorku, mælt í glötuðum góðum æviárum
(e. disability-adjusted life years, DALY). Og heildarfjöldi
þessara „glötuðu góðu æviára“? Árið 2010 voru þau 68
þúsund hér á landi, þar af 28 þúsund vegna ótímabærs dauða
og 40 þúsund vegna örorku.
heilBriGðismál
Guðmundur Löve