Kjarninn - 12.12.2013, Síða 35

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 35
25/29 kjarninn HEiLBRiGðiSMáL Þótt vissulega verði seint hægt að koma í veg fyrir öll ótímabær dauðsföll eða örorku má gera sér í hugarlund hvaða áhrif það hefði ef hægt væri að narta aðeins í helstu áhættuþættina. Ef við gætum með forvörnum fækkað glötuðum góðum æviárum um 1% næmi þjóðhagslegt verð- mæti þeirra aðgerða (með nokkurri einföldun) 3,5 milljörðum króna á ári miðað við verga landsframleiðslu á mann. Nú skulum við skoða nánar áhættuþættina sem liggja að baki sjúkdómsbyrðinni og hvernig þeir hafa breyst á síðustu 20 árum. ofþyngd hástökkvarinn Ef bornar eru saman mælingar úr gögnum WHO frá 1990 við daginn í dag var og er mataræði langstærsti áhættu- þátturinn að baki heildarsjúkdómsbyrði Íslendinga mælt í „glötuðum góðum æviárum“. Hástökkvarinn er hins vegar ofþyngd, sem hefur hækkað úr fimmta í annað sæti á sama tíma – upp fyrir reykingar, sem nú eru í þriðja sæti. Há- þrýstingur er í fjórða sæti en há blóðfita og hár blóðsykur hefur sigið niður í 7. og 8. sæti meðan starfstengd áhætta og hreyfingarleysi eru nú komin upp í 5. og 6. sæti – upp fyrir þessa „hefðbundnu“ áhættuþætti. Í níunda og tíunda sæti eru svo áfengis- og eiturlyfjanotkun, nokkuð fyrir neðan aðra áhættuþætti mælt í „glötuðum góðum æviárum“. Sé hins vegar einungis litið til fjölda dauðsfalla en ekki DALY- ára komast loftmengun og efnamengun inn á listann yfir tíu stærstu áhættuþættina í stað starfstengdrar áhættu og eiturlyfjanotkunar. Athyglisvert er að skoða hvernig mismunandi áhættu- þættir liggja að baki glötuðum æviárum vegna ótímabærs dauða (e. years of life lost, YLL) eða fjölda æviára sem lifað er með örorku (e. years lived with disability, YLD), samkvæmt skýrslum WHO: hefðbundnir áhættuþættir Flest æviár vegna ótímabærs dauða glatast eftir sem áður vegna mataræðis en nú verma nokkuð „hefðbundnari“ „Þótt vissulega verði seint hægt að koma í veg fyrir öll ótíma- bær dauðsföll eða örorku á gera sér í hugarlund hvaða áhrif það hefði ef hægt væri að narta aðeins í helstu áhættuþættina.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.