Kjarninn - 12.12.2013, Síða 37

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 37
27/29 kjarninn HEiLBRiGðiSMáL áhættuþættir annað til fimmta sæti: reykingar, háþrýstingur, ofþyngd og há blóðfita. Sé hins vegar litið til örorkuvalda breytist myndin tals- vert: í stað mataræðis er nú ofþyngd stærsti áhættuþátturinn ásamt starfstengdri áhættu með um 20% hvor, en talsvert fyrir neðan koma mataræði, reykingar, hár blóðsykur og eiturlyfjanotkun með um og undir 10% hver áhættuþáttur. Nú skulum við líta á áhættuþætti að baki einstökum sjúkdómum og röskunum, og enn er vísað til skýrslu WHO „Global Burden of Disease“ frá desember 2012. Eins og áður var getið eru helstu drápararnir krabba- mein og hjarta- og æðasjúkdómar, en stoðkerfisraskanir og geðraskanir valda mestri örorku, mælt í „glötuðum góðum æviárum“. En hvað veldur þessum sjúkdómum? Hverjir eru helstu áhættuþættirnir? Örorkuvaldur Ofþyngd og starfstengd áhætta eru helstu áhættu- þættirnir sem valda örorku.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.