Kjarninn - 12.12.2013, Page 39

Kjarninn - 12.12.2013, Page 39
29/29 kjarninn HEiLBRiGðiSMáL röskunum og geðröskunum – má lesa úr gögnum WHO að þar eru nokkuð frábrugðnir áhættuþættir á ferð þótt „glötuð góð æviár“ vegna þessara sjúkdóma séu talsvert fleiri en vegna krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Helstu áhættuþættir heilsufarsskaða vegna stoðkerfis raskana eru aðeins tveir: starfstengd áhætta (60%) og ofþyngd (40%). Sé kafað dýpra má sjá að langalgengustu afleiðingar starfstengdar áhættu eru bakvandamál, sem ein og sér standa fyrir tæpum 4% af heilsufarsskaða Íslendinga mælt í „glötuðum góðum æviárum“. eiturlyf og áfengi oftast orsakir geðraskana Varðandi geðraskanir standa hins vegar eiturlyfja notkun og áfengisnotkun fyrir 80% greinanlegra áhættuþátta heilsufarsskaðans, en kynferðislegt ofbeldi í æsku og heimilis ofbeldi fyrir því sem út af stendur, svo langt sem áhættuþættir verða greindir að mati WHO. Það verður víst seint sagt að við séum áhrifalausir leiksoppar örlaganna hvað varðar stóru dráparana tvo, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Það er að því leyti svipaða sögu að segja um áhættuþætti stoðkerfis- og geð- raskana að við virðumst hafa ýmislegt um þessa hluti að segja með því hvernig við högum lífi okkar. Í þriðju og síðustu greininni í þessum flokki, sem birtast mun eftir viku, verður gerð tilraun til að sýna fram á hvað gæti áunnist í að stöðva nýliðun í dýrari úrræði með því að fanga upp tilfellin í neðri þrepum heilbrigðiskerfisins og vinna örlítið á sjúkdómsbyrðinni í leiðinni. M yn di r: af p G ra fík : B irg ir Þó r

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.