Kjarninn - 12.12.2013, Side 42

Kjarninn - 12.12.2013, Side 42
12/14 kjarninn vísindi Kínverjar stefna til tunglsins Aðalmarkmið kínversku geimáætlunarinnar er að senda menn til tunglsins og eru bæði mannaðar og ómannaðar geimferðir skref í þá átt. Árið 2003 varð Kína þriðja ríkið í sögunni til að senda mannað geimfar á braut um jörðina. Átta árum síðar komu Kínverjar sér upp lítilli geimstöð. Engin önnur þjóð hefur uppi svipuð áform og því er þar ekki um neitt kapphlaup að ræða. Chang’e 3 er þriðji ómannaði leiðangur Kínverja í undir- búningi fyrir mannaðar ferðir til tunglsins. Áður hafa tvö kínversk geimför komist á braut um tunglið en nýjasti leiðangurinn er sá metnaðarfyllsti til þessa. Kínverjar horfa líka lengra út í geiminn. Fyrir tveimur árum fékk kínverska Mars-farið Yinghuo-1 far með Fóbos- Grunt leiðangri Rússa út í geiminn. Geimskotið misheppnaðist hins vegar og komust geimförin því aldrei á leiðarenda. Að sögn yfirmanna kínversku geimáætlunarinnar stefna þeir á að koma ómönnuðu geimfari til Mars eftir fimm til sjö ár.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.