Kjarninn - 12.12.2013, Side 51
42/43 kjarninn BÍLaR
vélavandræði
Víkur nú sögunni að Gonzalo og Eduardo, sem voru mættir
með fjallafáki sínum að rótum eldfjallsins, aðeins nokkrum
dögum eftir að Matthias og fylgdarlið hans héldu sigri
hrósandi á brott.
Veður var nú kjörið til fararinnar, auð jörð og félagarnir
tveir í essinu sínu. Styrktarfé sem þeim hafði safnast til farar-
innar var nú uppurið, enda höfðu áætlanir aðeins gert ráð
fyrir einni atlögu við fjallið. Þeir félagar létu það ekki á sig fá
en lögðu til eigið sparifé, sem og fé frá vinum og fjölskyldu
sem vildu gjarnan leggja þeim lið.
Ekki höfðu þeir ekið langt þegar vökvastýri bílsins gaf sig
skyndilega og reykur blossaði upp undan framenda bílsins.
Snöruðu félagarnir sér út úr bílnum og tókst með snarræði
að slökkva eld sem tók á móti þeim þegar vélar rúmið var
opnað.
Eftir skamma stund varð Gonzalo ljóst að hiti frá púst-
grein vélarinnar hafði brætt forðabúr fyrir stýrisvökvann,
sem aftur kviknaði í þegar hann lak niður á pústgreinina.
Með bilað stýri og skemmdir af völdum brunans var útilokað
að halda lengra og urðu þeir því að hverfa frá eins og segir í
upphafi greinar. Gonzalo neyddist til að gefast upp. Í bili.
reyndu í þriðja sinn
Ekki leið á löngu þar til Sílemennirnir héldu af stað í þriðja
sinn. Nú voru fjárhirslurnar sannanlega þurrausnar, þetta
yrði síðasta tækifæri þeirra til að bæta heimsmetið, koma því
til Síle þar sem það átti heima. Enn á ný voru þeir Gonzalo og
Eduardo aðeins tveir, gátu aðeins treyst á sjálfa sig og gömlu
grænu Súkkuna.
Í þetta skiptið var lukkan með í för. Eina hindrunin á vegi
þeirra var illfært hjarnið, en félagarnir snigluðust yfir með
hjálp driflæsinga og á úrhleyptum dekkjum. Hinn 21. apríl
2007 náðu þeir í 6.688 metra hæð, 42 metrum betur en stór-
útgerðin sem á undan kom. Þeir voru komnir að lóðréttum
klettavegg, hærra verður líkast til ekki farið á fjórum hjólum,
þó að Gonzalo sé sjálfur ekki jafn stóryrtur og fyrri methafinn.