Kjarninn - 12.12.2013, Qupperneq 51

Kjarninn - 12.12.2013, Qupperneq 51
42/43 kjarninn BÍLaR vélavandræði Víkur nú sögunni að Gonzalo og Eduardo, sem voru mættir með fjallafáki sínum að rótum eldfjallsins, aðeins nokkrum dögum eftir að Matthias og fylgdarlið hans héldu sigri hrósandi á brott. Veður var nú kjörið til fararinnar, auð jörð og félagarnir tveir í essinu sínu. Styrktarfé sem þeim hafði safnast til farar- innar var nú uppurið, enda höfðu áætlanir aðeins gert ráð fyrir einni atlögu við fjallið. Þeir félagar létu það ekki á sig fá en lögðu til eigið sparifé, sem og fé frá vinum og fjölskyldu sem vildu gjarnan leggja þeim lið. Ekki höfðu þeir ekið langt þegar vökvastýri bílsins gaf sig skyndilega og reykur blossaði upp undan framenda bílsins. Snöruðu félagarnir sér út úr bílnum og tókst með snarræði að slökkva eld sem tók á móti þeim þegar vélar rúmið var opnað. Eftir skamma stund varð Gonzalo ljóst að hiti frá púst- grein vélarinnar hafði brætt forðabúr fyrir stýrisvökvann, sem aftur kviknaði í þegar hann lak niður á pústgreinina. Með bilað stýri og skemmdir af völdum brunans var útilokað að halda lengra og urðu þeir því að hverfa frá eins og segir í upphafi greinar. Gonzalo neyddist til að gefast upp. Í bili. reyndu í þriðja sinn Ekki leið á löngu þar til Sílemennirnir héldu af stað í þriðja sinn. Nú voru fjárhirslurnar sannanlega þurrausnar, þetta yrði síðasta tækifæri þeirra til að bæta heimsmetið, koma því til Síle þar sem það átti heima. Enn á ný voru þeir Gonzalo og Eduardo aðeins tveir, gátu aðeins treyst á sjálfa sig og gömlu grænu Súkkuna. Í þetta skiptið var lukkan með í för. Eina hindrunin á vegi þeirra var illfært hjarnið, en félagarnir snigluðust yfir með hjálp driflæsinga og á úrhleyptum dekkjum. Hinn 21. apríl 2007 náðu þeir í 6.688 metra hæð, 42 metrum betur en stór- útgerðin sem á undan kom. Þeir voru komnir að lóðréttum klettavegg, hærra verður líkast til ekki farið á fjórum hjólum, þó að Gonzalo sé sjálfur ekki jafn stóryrtur og fyrri methafinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.