Kjarninn - 12.12.2013, Side 62
72/76 kjarninn ViðTaL
minnka umfang ríkisrekstursins mikið, en sértækar lausnir
um hvernig það væri mögulegt fylgdu ekki með.
Nú hefur þú sagt, Vigdís, að umfang ríkisins sé of mikið á Ís-
landi og að stjórnmálamenn verði að hafa kjark og þor til þess að
minnka það. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár er nú samt ekki
að sjá mikla breytingu í þessa veru þegar heildarmyndin er skoðuð.
Skattlagning sem hlutfall af landsframleiðslu er nánast sú sama
og hjá síðustu ríkisstjórn. Nú ertu komin í áhrifastöðu til þess að
breyta og láta verkin tala. Eru þetta bara orðin tóm hjá þér?
„Strax í upphafi hvers ár hefst vinna við fjárlög ársins í
fjármálaráðuneytinu. Kosningarnar sem voru í vor komu því
inn í vinnu sem þegar var farin af stað. Fjárlagafrumvarpið
fyrir næsta ár mun taka mið af þessu. Ég stend alveg við það
að ég tel ríkið vera allt of umfangsmikið og stórt og það sé
nauðsynlegt að minnka það. Ástæðan er sú að atvinnulífið,
hinn almenni vinnumarkaður, stendur undir hinu opinbera
en ekki öfugt. Við hrunið kom mikið högg á atvinnulífið og
við það veiktust tekjustofnar ríkisins, sem standa undir allri
opinberri þjónustu, mjög mikið. Til þessa hefur ekki verið
farið í þá nauðsynlegu aðlögun sem þarf að eiga sér stað.
Næsta ár er það ár þar sem ríkisstjórnarflokkarnir munu
koma að fjárlagavinnunni frá fyrsta degi og þess vegna
munu fjárlögin fyrir árið 2015 taka mið af okkar sýn á ríkis-
fjármálin miklu frekar en fjárlögin fyrir næsta ár. Aðalatriðið
er í mínum huga að grípa til aðgerða sem fjölga störfum.
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið stjórnmálaflokkur
atvinnulífsins og það er mikilvægt að við náum að standa
undir þeirri ábyrgð, að styðja við atvinnulífið.“
á krossgötum
Óhætt er að segja að áætlun um lækkun verðtryggðra
skulda, sem stjórnvöld kynntu í lok nóvembermánaðar, hafi
verið stærsta mál stjórnvalda til þessa. Umfang aðgerðanna
er mikið, samtals um 150 milljarðar króna ef þátttaka er
almenn, en aðgerðirnar eru valkvæðar. Vigdís segist sátt við
aðgerðirnar.
Margir höfðu bundið vonir við að skuldir yrðu lækkaðar meira