Kjarninn - 12.12.2013, Síða 64
74/76 kjarninn ViðTaL
en boðað hefur verið og margir eru líka sáttir við þær aðgerðir
sem boðaðar hafa verið. Finnst þér áætlunin, leiðréttingin, í takt
við umræðu framsóknarmanna fyrir kosningar?
„Já, ég lít svo á að við allt framsóknarfólk geti verið stolt
af þessum aðgerðum sem tilkynnt hefur verið um og engin
svik hafa átt sér stað, svo mikið er víst. Þetta markar í mínum
huga upp hafið að nýju vaxtarskeiði og mun skipta sköpum
fyrir fjárhag margra á næstu árum.“
Nú hefur komið fram að þingmenn, þar á meðal þingflokkur
Framsóknarflokksins, fengu enga kynningu á aðgerðunum áður
en þær voru kynntar opinberlega. Varstu sátt við þetta og ertu
búin að kynna þér inntak þessarar áætl-
unar ofan í minnstu smáatriði sjálf eða
treystirðu forystu flokksins í þessu máli
alfarið?
„Ég er afar ánægð með það
hvernig unnið var að þessu máli.
Þetta er flókið mál og mikilvægt að
sérfræðingar hafi fengið að vinna
sjálfstætt að málinu og koma fram
með lausnir sem eru raunhæfar. Þetta
var leiðin sem var valin. Ég treysti
formanni flokksins og forsætis-
ráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugs-
syni, algjörlega í þessu máli sem
öðrum og tel hann hafa haldið óaðfinnanlega á þessu máli og
kynningu þess. Ég hef sett mig inn í þetta mál og við þing-
flokkurinn höfum vitaskuld fengið mjög ítarlega kynningu á
öllum þáttum þess, enda „okkar“ mál í vissum skilningi, þó að
stjórnarflokkarnir standi báðir heilshugar að baki því.“
megum ekki skapa ranga hvata
Ef marka má nýjustu tíðindi af tillögum um niðurskurð í
ríkis fjármálum er allt undir, þar á meðal barna- og vaxta-
bætur, eins og lesa má um í tillögum fjármála- og efnahags-
ráðherra til fjárlaganefndar Alþingis, sem birtar eru í
Kjarnanum í dag. Málið er augljóslega umdeilt innan