Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 78
álit
saman stöndum við
– sitt í hvoru lagi
Guðmundur Gunnarsson skrifar um aðdraganda Þjóðarsáttar og ástandið í dag
Þ
að er stundum ágætt að staldra við og líta um
öxl og athuga hvort á liðnum árum sé eitthvað
sem vert er að rifja upp. Ef litið er yfir stöðuna
á vinnumarkaðnum í dag er hún um margt
svipuð og þegar verkalýðshreyfingin ákvað að
taka höndum saman og þvinga stjórnvöld til þess að taka á
efnahagsvandanum. Aðdragandi þjóðarsáttarsamninga árið
1990 var alllangur, þróun sem stóð yfir í áratug. Verðbólgan
fór í árslok 1979 upp í um 60%. Níunda áratuginn hækkuðu
lágmarkslaun rafiðnaðarmanna um 2.500%. Heildar-
kjarasamningar milli ASÍ og VSÍ voru undirritaðir í október
1980. Samið var um liðlega 10% meðalkauphækkun og
umtalsverða hækkun lægstu launa. Ríkisstjórnin liðkaði til
með félagsmálapökkum. Kostnaðarauki kjara samninganna
reyndist langt umfram getu ríkissjóðs og fyrirtækjanna,
þannig að gengið var látið síga. Í ársbyrjun 1981 var verð-
bólgan aftur komin í um 60%. Gjaldmiðilsbreyting var
framkvæmd 1. janúar 1981 með því að klippa tvö núll af krón-
unni, en þessi aðgerð var tilraun til þess að auka verðskyn
Íslendinga.
sundurlyndi og heift
Efnahagsmál á Íslandi voru á þessum tíma hagfræðingum
OECD iðulega tilefni til margs konar athugasemda. Hag-
fræðingarnir bentu á að það einkenndi Ísland hversu mikið
sundurlyndi og heift væri meðal stjórnmálaafla, sem væri
líklega afleiðing þess hversu greiðan aðgang sérhagsmuna-
hópar hefðu að stefnumótun ráðandi stjórnvalda. Þessi
staða skóp vanmátt stjórnvalda til þess að móta heildstæða
efnahagsstefnu og fylgja henni eftir. Eftir að Viðreisnar-
stjórnin fór var áberandi að pólitísk stefnufesta varð minni.
Hatrammar deilur milli stjórnmálamanna og -flokka urðu
áberandi í keppni um að komast til valda. Klofnings framboð
komu fram og tækifærispólitíkin komst í valdastólana,
stjórnir lifðu í skamman tíma. Þeir sem harðast gagnrýndu
meðan þeir voru í stjórnarandstöðu settust í valdastólana og
voru komnir í þá stöðu að þurfa að sanna að gagnrýni þeirra
hefði verið á rökum reist. Þetta framkallaði vitanlega örar og
miklar stefnubreytingar, sem ollu síðan miklum sveiflum í
litlu hagkerfi. Verðbólgan tók heldur betur
fjörkipp. Fyrri hluta ársins 1983 var svo
komið að verðbólgan stefndi í 134%, reyndar
ekki á ársgrundvelli, og þótti flestum
Íslendingum að nú væri nóg komið.
ný stjórn
Stjórnin hrökklaðist frá og fyrsta ráðu-
neyti Steingríms Hermannssonar tók við
stjórnar taumunum. Í árslok 1983 kom í ljós
að framfærsluvísitalan hafði hækkað um
84% og hafði aldrei hækkað jafnmikil á
einu ári. Stjórn Steingríms greip til ýmissa
aðgerða í efnahagsmálum til að ná tökum á
verð bólgunni og það tókst að ná samstöðu
um hófsama kjarasamninga, sem varð til
þess að verðbólgan fór hratt lækkandi og var í árslok 1984
komin niður í 15%. Í febrúar 1984 var undirritaður nýr kjara-
samningur til eins árs sem innifól um 15% launahækkun.
Opin berir starfsmenn voru hins vegar ákaflega ósáttir við
stöðu sína og eftir tæplega mánaðarlöng og umfangsmikil
verkföll undirrituðu þeir nýja kjara samninga í október 1984
með allt að 24% hækkun launa. Spíraláhrifin létu ekki á sér
standa og í nóvember undir rituðu ASÍ og VSÍ nýjan kjara-
samning með sömu launahækkunum. Laun voru hækkuð að
jafnaði um 20% árið 1985.
ný vinnubrögð tekin upp
Fram að þessum tíma hafði niðurstaða þríliðuútreikninga
(nefnt Excel-skjöl í dag) á verðlagsvísitölu gagnvart launa-
hækkunum verið nýtt sem helsta forsenda kröfugerðar. Í
undirbúningi kjarasamninga í ársbyrjun 1986 voru hins
vegar tekin upp ný vinnubrögð; á samningaborðinu voru
skýrslur um efnahagslegar forsendur, verðbólgu, hugsanlega
gengisþróun og stöðu heimilanna. Fyrir undirritun kjara-
samningsins var ríkisstjórnin síðan þvinguð til þess að gefa
út fyrirheit um að hún myndi halda genginu stöðugu með
því að lækka tekjuskatta og útsvar. Öll verkalýðshreyfingin
sætti sig við hófsamar launahækkanir, eða 14%, sem var mjög
lág tala litið til verðbólgustigsins. Samningurinn gilti út
árið 1986 og náði yfir allan vinnumarkaðinn, þar með talda
opinbera starfsmenn. Hann átti að tryggja kaupmátt og var
nefndur „Þjóðarsátt“, en síðar „Þjóðarsáttin hin fyrri“.
Verðbólga minnkaði um skamma hríð en þensla á vinnu-
markaði leiddi til þess að hún tók að aukast aftur. Nýir kjara-
samningar voru gerðir í desember 1986 þar
sem laun hækkuðu um 10%. Í út reikningum
hagfræðinga aðila vinnumarkaðarins lá
fyrir að ef ná ætti þeim aukna kaupmætti,
sem yfirboðsmenn héldu fram að hefði þurft
að sækja, sem var um 40% kauphækkun,
hefði það framkallað verulega verðbólgu-
aukningu. Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins, setti ofan
í við þá sem hæst létu og sagði í viðtali um
samningana: „Það hefði verið heljar stökk inn í náttmyrkrið
að fara gömlu verðbólguleiðina. Því ekkert fer verr með þá
lægst launuðu en verðbólgan.“
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði: „Það er augljóst,
að með þessum samningum væri verið að taka áhættu. Samn-
ingar eru alltaf happdrætti, en oftast hefur launafólk haft
það á tilfinningunni þegar upp var staðið, að vinningnum
hafi ávalt verið stolið.“ Opinberir starfsmenn stóðu hins
vegar á vordögum fyrir umfangsmiklum verkfallsaðgerðum
og uppsögnum og náðu kjarasamningum þar sem laun hækk-
uðu að meðaltali um 20%, eða helmingi meir en félagsmenn
ASÍ höfðu fengið. Allmörgum þótti þetta bera svipað yfir-
bragð og það sem gerst hafði haustið 1984. Hér var örlaga-
valdur flokkspólitísk barátta, sem beindist fyrst og síðast að
því að koma höggi á sitjandi ríkisstjórn og um leið raunsæis-
stefnu ráðandi aðila innan ASÍ.
vígstaðan ekki sterk
Árið 1987 kepptust launamenn við að afla sér eins mikilla
tekna og frekast var kostur, því skipta átti yfir í staðgreiðslu
skatta 1. janúar 1988 og landsmenn greiddu ekki tekjuskatt
fyrir árið 1987. Verðbólgan hækkaði í 25% og laun voru
hækkuð aukalega um 7%. Það var ekki samflot árið 1988,
vígstaða verkalýðsfélaganna á almennum markaði var ekki
sterk og atvinnuleysi fór vaxandi. Í apríl 1989 gengu opin-
berir starfsmenn frá kjarasamningi með 10% launahækkun.
Forysta ASÍ krafðist sömu launahækkunar og undirritaði
samning á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1989 um sömu
hækkun. Gengið seig enn einu sinni og hringekjan fór af stað
með umfangsmiklum hækkunum á verðlagi.
Útlitið í efnahagsmálum var æði dökkt í árslok 1989. Verð-
bólgan var komin í 25% um áramót 1989/’90. Gengið hafði
verið fellt um allt að 30% á árinu 1989, kaupmáttur rýrnaði,
atvinnuleysi fór vaxandi, gjaldþrotum fjölgaði og atvinnu-
lífið var komið að fótum fram. Sjóðir sem ríkisstjórnin hafði
stofnað með miklum erlendum lántökum til þess að aðstoða
atvinnulífið voru orðnir tómir. Viðræður vegna endur nýjunar
kjarasamninga hófust í nóvember 1989, menn mættu þar til
leiks ákveðnir í að reyna til þrautar þá leið sem hafði verið
reynd árið 1986.
Þjóðarsátt undirrituð
Þjóðarsáttarsamningur var undirritaður í febrúar 1990.
Gildis tími hans var til 15. september 1991, launahækkanir
voru 5% á árinu 1990, en 4,5% árið 1991. Sérstakar launabætur
voru greiddar á lægstu laun. Gert var ráð fyrir um 1% kaup-
máttarskerðingu árið 1990, en aftur á móti hækkun kaup-
máttar árið 1991. Áætlað var að verðbólgan yrði á bilinu 6-7%,
sem hljómaði í hugum flestra landsmanna eins og
óraunsæ óskhyggja. Fyrstu árin eftir þjóðarsátt ríkti
nánast stöðnun í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur
var lítill sem enginn á árunum 1990-95, um 0,4% á
ári. Á þessum árum lækkaði verðbólgan hins vegar
til muna, niður í tæp 1,4%. Næstu árin á eftir hélst
hún á bilinu 1,5-2% en þá náði netbólan flugi og
þrýstingur á verðlag tók að vaxa á ný og verðbólga
óx í 3,4% árið 1999, 5,1% árið 2000 og 6,6% árið 2001.
Laun hækkuðu um 2.700% áratuginn 1980-90. Ára-
tuginn fram að aldamótum hækkuðu þau um 12% og
síðan fyrsta áratug nýrrar aldar hækkuðu þau um
30%. Það er afleiðing þess að fastgengisstefnan var
aflögð í byrjun aldarinnar og gengið margoft fellt
og við vitum hvernig það endaði allt saman.
„Eftir að Viðreisnar-
stjórnin fór var
áberandi að
pólitísk stefnu-
festa varð minni.
Hatrammar deilur
milli stjórnmála-
manna og -flokka
urðu áberandi
í keppni um að
komast til valda.“
„Gengið seig enn
einu sinni og hring-
ekjan fór af stað
með umfangs-
miklum hækkunum
á verðlagi.“
um höFunDinn
Guðmundur
Gunnarsson
er fyrrverandi for-
maður Rafiðnaðar-
sambands Íslands.
06/06 kjarninn áLiT