Kjarninn - 27.02.2014, Side 12

Kjarninn - 27.02.2014, Side 12
04/07 Efnahagsmál alþjóðlegra fjármálamarkaða. Þar neitaði seðlabankastjóri því að hann ætti í deilum við forsætisráðherra vegna fyrir- hugaðra skuldaleiðréttinga og sagði að ráðherrann hefði fullvissað sig um að áðurnefnd ummæli hefðu ekki beinst gegn honum. En þar með var skærunum ekki lokið, langt í frá. Forsætisráðherra gagnrýndi því næst Seðlabankann á Viðskipta þingi 12. febrúar síðastliðinn. Þann sama dag hafði komið fram greining peningastefnunefndar Seðlabankans á áhrifum skuldaleiðréttingar á efnahagshorfur. Þar voru áhrifin metin töluvert meiri en forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fullyrtu þegar skuldaleiðréttingin var kynnt í lok nóvember. Á Viðskiptaþingi furðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sig á forgangsröðun Seðlabankans, að leggja í mikla vinnu við slíka greiningu „óumbeðinn“. Í frægu viðtali Gísla Marteins Baldurssonar við forsætis- ráðherra í sjónvarpsþættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, þann 16. febrúar, staðfesti ráðherrann að til stæði að breyta lögunum um Seðlabankann. Skoða þyrfti þær hröðu breytingar sem gerðar hefðu verið á bankanum eftir

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.