Kjarninn - 27.02.2014, Síða 31

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 31
03/06 Efnahagsmál ekki við að neinir fundir hafi verið boðaðir í lengri tíma. Óskað hefur verið eftir sérstakri umræðu um afnám hafta og viðræðna við kröfuhafa í þinginu. Hún mun væntanlega fara fram í dag. Á sama tíma situr yfirstjórn Seðlabankans og klórar sér í hausnum yfir ástandinu. Frá því að höftin voru sett á hefur það verið á forræði bankans að leggja fram afnámsáætlanir, enda eitt af skilgreindum hlutverkum hans samkvæmt lögum að stuðla að fjármálastöðugleika. Seðlabankinn kynnti meðal annars áætlun um afnám hafta í ágúst 2009 og birti opinberlega skýrslu um losun hafta í lok mars 2011. Forsætis- ráðherra hefur reyndar sagt þá áætlun hafa byggt á röngum forsendum. Það er því eðlilegt að almenningur, líkt og þingmenn, spyrji sig að því hver fer með forræði yfir áætlum um losun hafta? Er það Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugs son eða Seðlabanki Íslands? bjarni og sigmundur davíð við stýrið Svarið er ráðherranefnd um efnahagsmál, sem þeir Bjarni og Sigmundur Davíð skipa. Undir þeirri nefnd starfar stýrinefnd sem fulltrúar ýmissa ráðuneyta eiga sæti í ásamt Má Guðmunds syni seðlabankastjóra og Unni Gunnarsdóttur,for- stjóra Fjármálaeftirlitsins. Þar fyrir utan er ad-hoc-nefnd sem er skipuð fulltrúum sömu aðila auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og utanaðkomandi sérfræðings. Þar til í vetur átti fulltrúi glitnir og hópur ríkisstjórnar skiptast á gögnum Kjarninn greindi frá því fyrr í þessum mánuði að þrota- bú Glitnis ynni að því að skrá Íslandsbanka, sem það á 95 prósenta hlut í, á markað í Noregi og á Íslandi. Slík skráning myndi gera það að verkum að erlendur gjaldeyrir myndi fást fyrir stóran hluta eignarinnar, sem er langstærsta innlenda eign Glitnis. Verkefnið gengur undir nafninu „Project Puffin“. Samkvæmt heimildum Kjarnans hafa þeir sem vinna að verkefninu fyrir hönd Glitnis fundað með ráðamönnum, meðal annars Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, til að kynna þeim málið. Það hefur einnig ítrekað verið kynnt fyrir Seðlabanka Íslands. Heimildir Kjarnans herma að aukin samskipti hafi átt sér stað á milli aðila að undanförnu, meðal annars vegna „Project Puffin“ og annarra lykilatriða sem snúa að mögulegum slitum á þrotabúum bankanna. Nú stendur til að ráðgjafahópur um afnám hafta fái ákveðnar upplýsingar frá þrotabúinu um þessarra atriða. Skýrt er tekið fram að ekki sé um formlegar viðræður að ræða. Vegna viðkvæmni ástandsins er allt eins búist við því að upplýsingaskiptin fari fram í gegnum Seðlabanka Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.