Kjarninn - 27.02.2014, Side 26

Kjarninn - 27.02.2014, Side 26
04/06 topp 5 3 google? hvað er það? Excite var vinsælasta leitarvélin á internetinu í smá tíma. Árið 1999, ári eftir að Google var stofnað, stóð Excite á tímamótum og gátu forsvarsmenn félags- ins tekið mikilvægar ákvarðanir um vöxt þess. Meðal þess sem kom til greina var að kaupa kjölfestuhlut í Google á 750 þúsund Bandaríkjadali, sem er aðeins minna en tæplega 200 milljarða Bandaríkjadala verðmiðinn sem er á Google í dag. Excite var eitt margra fyrirtækja sem fjárfestar horfðu til í netbólunni svokölluðu. Þegar halla tók undan fæti hrundi markaðsvirði Excite og fór svo að lokum að það lítið fyrirtækið, AskJeeves, keypti Excite þegar það var á barmi gjaldþrots. Forstjóri Excite sem hafnaði kaupum á hlut í Google heitir George Bell. Hann hefur þetta glataða tækifæri á samviskunni en lét víst hafa eftir sér þegar hann hafnaði boðinu að hann vissi ekkert hvað Google væri eða hvað það ætti að vera.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.