Kjarninn - 27.02.2014, Blaðsíða 6

Kjarninn - 27.02.2014, Blaðsíða 6
03/03 Leiðari hvetja „til að sýna samfélagslega ábyrgð, svo sem með þátt- töku í opinberri umræðu um málefni á fræðasviði þeirra“. Fræðimenn hefðu getað lagt meira af mörkum í umræðunni á grundvelli sérþekkingar sinnar, segir þar, en „móttöku- skilyrði fyrir gagnrýni í samfélaginu voru þó slæm og þöggun jafnvel beitt“. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig tal forsætisráðherra um fræði- menn sem pólitíska krossfara eða fjölmiðla sem stundi loftárásir gegn honum passa inn í þetta. Um tíma eftir hrun var það síðan vinsæl skoðun að nauðsynlegt væri að breyta stjórnarskrá landsins. Til þess var ráðist í kosningar og síðar skipun stjórnlagaráðs, sem skilaði af sér tillögum og blásið var til atkvæðagreiðslu á ný. Þrátt fyrir að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þar þátt hafi viljað breyta stjórnarskránni var hætt við það á miðri leið. Hægt væri að nefna fleira sem nú er búið er að hætta við eða allt útlit er fyrir að hætt verði við á miðri leið. Breytingar á kvótakerfinu, fagleg yfirstjórn í ýmsum stofnunum og áður- nefnd umsókn um aðild að Evrópusambandinu eru nokkur dæmi. Til skamms tíma var útlit fyrir að íslensku samfélagi yrði breytt. Fólk getur síðan haft mismunandi skoðanir á því hvort slíkar breytingar væru æskilegar eða ekki. En þegar öllu er á botninn hvolft er það samt þannig að Íslendingar ætluðu að byggja upp nýtt Ísland en hættu svo við á miðri leið. „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig tal forsætisráðherra um fræðimenn sem pólitíska krossfara eða fjölmiðla sem stundi loftárásir gegn honum passa inn í þetta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.