Kjarninn - 27.02.2014, Side 6

Kjarninn - 27.02.2014, Side 6
03/03 Leiðari hvetja „til að sýna samfélagslega ábyrgð, svo sem með þátt- töku í opinberri umræðu um málefni á fræðasviði þeirra“. Fræðimenn hefðu getað lagt meira af mörkum í umræðunni á grundvelli sérþekkingar sinnar, segir þar, en „móttöku- skilyrði fyrir gagnrýni í samfélaginu voru þó slæm og þöggun jafnvel beitt“. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig tal forsætisráðherra um fræði- menn sem pólitíska krossfara eða fjölmiðla sem stundi loftárásir gegn honum passa inn í þetta. Um tíma eftir hrun var það síðan vinsæl skoðun að nauðsynlegt væri að breyta stjórnarskrá landsins. Til þess var ráðist í kosningar og síðar skipun stjórnlagaráðs, sem skilaði af sér tillögum og blásið var til atkvæðagreiðslu á ný. Þrátt fyrir að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þar þátt hafi viljað breyta stjórnarskránni var hætt við það á miðri leið. Hægt væri að nefna fleira sem nú er búið er að hætta við eða allt útlit er fyrir að hætt verði við á miðri leið. Breytingar á kvótakerfinu, fagleg yfirstjórn í ýmsum stofnunum og áður- nefnd umsókn um aðild að Evrópusambandinu eru nokkur dæmi. Til skamms tíma var útlit fyrir að íslensku samfélagi yrði breytt. Fólk getur síðan haft mismunandi skoðanir á því hvort slíkar breytingar væru æskilegar eða ekki. En þegar öllu er á botninn hvolft er það samt þannig að Íslendingar ætluðu að byggja upp nýtt Ísland en hættu svo við á miðri leið. „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig tal forsætisráðherra um fræðimenn sem pólitíska krossfara eða fjölmiðla sem stundi loftárásir gegn honum passa inn í þetta.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.