Kjarninn - 27.02.2014, Side 73

Kjarninn - 27.02.2014, Side 73
06/06 pistill livestream Á Livestream-vefnum er boðið upp á að senda út efni í beinni útsendingu á netinu, auk þess sem upptökur af slíku efni eru þar sömuleiðis aðgengilegar. Lögreglan hefur einkum nýtt sér þetta til að senda út fundi sem haldnir eru í einstaka sveitarfélögum og hverfum á höfuðborgarsvæðinu, til að tryggja að fleiri eigi þess kost að fylgjast með því sem þar er í gangi. Jafnframt hefur þetta verið nýtt einu sinni fyrir al- mennt netspjall undirritaðs, þar sem farið var yfir stöðu mála og horfur og spurningum svarað frá þeim sem fylgdust með. aðrir samfélagsmiðlar og fleira Samfélagsmiðlarnar sem til eru eru mun fleiri en þeir sem lögreglan hefur verið að nota undanfarin ár. Meðal vinsæl- ustu miðla hér á landi má nefna Snapchat og Vine, en tveimur erlendum unglingspiltum sem notið hafa mikilla vinsælda á síðarnefnda miðlinum tókst að draga umtalsverðan fjölda ung- menna í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu með litlum fyrirvara fyrir stuttu. Ekki er hægt að útiloka að þessir vinsælu miðlar gætu hentað lögreglunni með einhverjum hætti en þeir hafa þó ekki formlega verið teknir í notkun af henni, hvað sem síðar verður. Um nokkurt skeið hefur verið í vinnslu sérstakt lögguapp sem aðgengilegt verður fyrir allar helstu tegundir snjallsíma og spjaldtölva fljótlega. Markmiðið með því er að draga saman á einn stað alla virkni lögreglunnar á samfélagsmiðlum, auk þess sem mögulegt verður að taka þar við áríðandi skilaboðum frá lögreglunni. Er þetta einn liðurinn í því að nýta áfram galdra samfélagsmiðlanna og auka enn frekar upplýsinga- miðlun og gagnvirk samskipti lögreglunnar við þá sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Allt miðar þetta að því grundvallarmarkmiði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa á svæðinu.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.