Kjarninn - 27.02.2014, Side 75

Kjarninn - 27.02.2014, Side 75
02/05 lífsstíll Q liða-, slit og þvagsýrugigt, liðverkir Q magabólga, magasár, vindverkir, ristilkrampi, sáraristill, offita, gallsteinar, lifrarbólga, ógleði Q hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, lélegt blóðflæði, gyllinæð, æðahnútar Q hósti, hálsbólga, kvef, flensa, astmi, bronkítis Q alzheimers, þunglyndi Q sár, bólur, exem og sóríasis Q áunnin sykursýki Q tíðaverkir, fyrirtíðaspenna, óreglulegar blæðingar, slímhimnu flakk, góðkynja æxli, útferð Q krabbamein Rannsóknir á túrmerik hafa einnig sýnt að upp- taka á virka efninu curcumin í meltingarvegi eykst margfalt ef svartur pipar (virka efnið piperine) er tekinn samhliða og eins eykur fita upptöku túrmeriks. Á Indlandi er einmitt hefðbundið að nota bæði túrmerik og pipar saman í matargerð, en túrmerik gefur gula litinn í karríblöndum. Þar er einnig venja að blanda túrmerik saman við kúamjólk og drekka, ýmist sem kaldan eða heitan drykk. rannsóknir á túrmerik Flestar rannsóknir á túrmerik eru gerðar á einangraða efninu curcumin, en yfir 2.700 rann- sóknir hafa verið gerðar á túrmerik undanfarna áratugi. Þegar skoðaðar eru klínískar rannsóknir á túrmerik kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Klínísk rannsókn á 50 manns með langvinnt hvítblæði (CML) leiddi í ljós að þeir sem var gefið túrmerik ásamt krabbameinslyfjum sýndu meiri árangur en þeir sem eingöngu fengu krabbameinslyf. Niðurstöður rannsóknar á 33 manns með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils sýndu að þeir sem fengu túrmerik samhliða annari læknismeðferð náðu túrmerikmauk Q 1 dl lífrænt túrmerikduft Q 1 tsk. svartur pipar mulinn Q 1 tsk. ceylon-kanill Q ½ tsk. engifer Q 2 dl vatn 1 Blandið kryddi saman og setjið ásamt vatni í skaftpott án loks. Sjóðið þar til er orðið að þykku mauki en það tekur skamma stund. Kælið og setjið í glerkrukku og geymið í ísskáp. Geymist 1-2 mánuði í ísskáp. Þetta mauk er síðan notað til að gera túrmerikmjólk eftir þörfum, en eins er tilvalið að nota það í matargerð t.d í kjöt- og fiskrétti. túrmerikmjólk Q 1-2 tsk. túrmerikmauk Q 1 tsk. lífræn ólífuolía Q 2 dl hrísmjólk eða möndlumjólk Q 1 tsk. hunang eða stevia eftir smekk 1 Setjið öll hráefni í blandara og blandið þar til froðukennt. Drekkið 1-2 glös á dag.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.