Kjarninn - 27.02.2014, Side 38
03/05 Viðskipti
innlendir og erlendir, gerðu tilboð. Einn þessara aðila var
Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka. Yfirmenn
Stefnis buðu í kjölfarið Árna og Hallbirni aftur að vera með,
og taka nú minni hlut. Eftir tveggja tíma umhugsun þáðu
þeir það. Þeir buðu vini sínum til áratuga, Sigurbirni Þorkels-
syni, og Tryggingamiðstöðinni að vera með sér og saman
mynduðu þessir aðilar félagið Hagamel.
Fengu lán fyrir kaupunum
Vogabakki, fjárfestingarfélag þeirra Árna og Hallbjörns,
hafði fjárfest erlendis og gengið vel. Allar eignir þess voru
utan hafta. Þeir fengu fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka, sínum
viðskiptabanka, fyrir kaupunum sem var með veði í erlend-
um eignum þeirra. Þannig þyrftu þeir ekki að flytja neina
peninga inn í gjaldeyris höftin. Því fengu þeir lánað fyrir
kaupunum.
Hagamelur leiddi hóp sem kallaðist Búvellir og fékk að
kaupa 34 prósenta hlut í Högum á 10 krónur á hlut áður en
lykilstjórnendur fengu bréf gefins og hafa selt hluta þeirra
Ýmsir aðrir en kjölfestufjárfestarnir í Högum
hafa hagnast vel á endurskipulagningu félagsins
eftir bankahrun. Fimm stjórnendur Haga fengu 1,4
prósenta hlut gefins frá Arion banka, sem hafði
áður yfirtekið félagið, áður en Hagar voru skráðir á
markað. Tveir þeirra, þeir Finnur Árnason forstjóri
og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss, voru á meðal þriggja stjórnenda sem höfðu
áður selt hluti í Högum til félagsins sjálfs á rúmlega
einn milljarð króna. Þetta átti sér stað á árunum 2008
og 2009. Þeir fengu því gefins hlutabréf í félagi sem
þeir höfðu selt bréf í með miklum hagnaði skömmu
áður. Vert er að taka fram að stjórnendurnir notuðu
hluta þess fjár sem þeir fengu úr sölunum á árunum
2008 og 2009 í að greiða niður lán sem tekin voru til
hlutabréfakaupanna.
Guðmundur seldi síðan tvær milljónir hluta í
Högum um miðjan janúar síðastliðinn. Fyrir það
fékk hann 81,3 milljónir króna. Hann á enn um 2,2
milljónir hluta og er sú eign metin á annað eins. Þrír
aðrir lykilstjórnendur innan Hagasamstæðunnar, eða
makar þeirra, hafa einnig selt hluti. Þeir eru Lárus
Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, Kjartan Már
Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, og Gunnar
Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.