Kjarninn - 27.02.2014, Síða 38

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 38
03/05 Viðskipti innlendir og erlendir, gerðu tilboð. Einn þessara aðila var Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka. Yfirmenn Stefnis buðu í kjölfarið Árna og Hallbirni aftur að vera með, og taka nú minni hlut. Eftir tveggja tíma umhugsun þáðu þeir það. Þeir buðu vini sínum til áratuga, Sigurbirni Þorkels- syni, og Tryggingamiðstöðinni að vera með sér og saman mynduðu þessir aðilar félagið Hagamel. Fengu lán fyrir kaupunum Vogabakki, fjárfestingarfélag þeirra Árna og Hallbjörns, hafði fjárfest erlendis og gengið vel. Allar eignir þess voru utan hafta. Þeir fengu fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka, sínum viðskiptabanka, fyrir kaupunum sem var með veði í erlend- um eignum þeirra. Þannig þyrftu þeir ekki að flytja neina peninga inn í gjaldeyris höftin. Því fengu þeir lánað fyrir kaupunum. Hagamelur leiddi hóp sem kallaðist Búvellir og fékk að kaupa 34 prósenta hlut í Högum á 10 krónur á hlut áður en lykilstjórnendur fengu bréf gefins og hafa selt hluta þeirra Ýmsir aðrir en kjölfestufjárfestarnir í Högum hafa hagnast vel á endurskipulagningu félagsins eftir bankahrun. Fimm stjórnendur Haga fengu 1,4 prósenta hlut gefins frá Arion banka, sem hafði áður yfirtekið félagið, áður en Hagar voru skráðir á markað. Tveir þeirra, þeir Finnur Árnason forstjóri og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, voru á meðal þriggja stjórnenda sem höfðu áður selt hluti í Högum til félagsins sjálfs á rúmlega einn milljarð króna. Þetta átti sér stað á árunum 2008 og 2009. Þeir fengu því gefins hlutabréf í félagi sem þeir höfðu selt bréf í með miklum hagnaði skömmu áður. Vert er að taka fram að stjórnendurnir notuðu hluta þess fjár sem þeir fengu úr sölunum á árunum 2008 og 2009 í að greiða niður lán sem tekin voru til hlutabréfakaupanna. Guðmundur seldi síðan tvær milljónir hluta í Högum um miðjan janúar síðastliðinn. Fyrir það fékk hann 81,3 milljónir króna. Hann á enn um 2,2 milljónir hluta og er sú eign metin á annað eins. Þrír aðrir lykilstjórnendur innan Hagasamstæðunnar, eða makar þeirra, hafa einnig selt hluti. Þeir eru Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, og Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.