Kjarninn - 27.02.2014, Blaðsíða 89

Kjarninn - 27.02.2014, Blaðsíða 89
02/03 kjaftæði Það er jú fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum, uppbyggingu samfélagsins eins og ég. Því þó að við séum ekki sammála um allt tel ég mig deila sameiginlegu áhugamáli með öllum þeim sem áhuga hafa á stjórnmálum. Ég var að vísu lækkuð um eins og eitt sæti vegna kynfæra en það er þá ekki í fyrsta skipti sem þau hafa komið mér í vandræði. Nóg um það! Af stað lagði ég með nesti og góðan vilja. Margt var gaman og annað ekki. Eitt af því sem flokkast í „annað ekki“ eru pólitískir framboðsfundir. Nú vil ég ekki hljóma eins og berin séu súr af því að ég fékk þau ekki. En það er bara eitthvað við formið, það er alveg drep! – þá hef ég það líka á tilfinningunni að þeir skili litlu þegar uppi er staðið. Ég sat þá nokkra ágæta, aðra vonda – og nú langar mig að taka það fram að mér finnst undir flestum kringumstæðum maður vera manns gaman – en versti fundurinn var sá síðasti (já, ég held svei mér þá að ég hafi farið versnandi eftir því sem á leið). Mér til varnar (eða ekki?) var ég algjörlega ósofin vegna veikinda dóttur þennan fund, fund sem haldinn var í notalega panelklæddu félagsheimili og stóð milli kl. 21 og 01, það er ekki primetime fyrir ósofnar einstæðar mæður get ég sagt ykkur! Þreytan gerði ekkert fyrir mig andlega eða líkamlega en reið þó ekki baggamuninn. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei skilið út á hvað svona fundir ganga. Þarna var verið að ræða samgöngur og fjarskipti. Nokkuð sem brennur mjög á illa net- og símatengdri Staðarsveitarsál. Ég þekki málaflokk- inn ágætlega – ef ekki bara nokkuð vel – og hef jú skoðanir á þeim. Það vantaði ekki. En framboðin (og þau voru ellefu!) töluðu ýmist öll eins og umhverfisvæn Vinstri græn eða þá að „allir gætu fengið allt“, sem mér fannst lykta af hinu vel þekkta pólitíska fyrirbæri: lýðskrumi. Nú skal það tekið fram að ég er ekki að benda fingrum á fólk eða flokk – heldur „Þreytan gerði ekkert fyrir mig andlega eða líkam- lega en reið þó ekki baggamuninn. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei skilið út á hvað svona fundir ganga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.