Kjarninn - 27.02.2014, Page 89

Kjarninn - 27.02.2014, Page 89
02/03 kjaftæði Það er jú fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum, uppbyggingu samfélagsins eins og ég. Því þó að við séum ekki sammála um allt tel ég mig deila sameiginlegu áhugamáli með öllum þeim sem áhuga hafa á stjórnmálum. Ég var að vísu lækkuð um eins og eitt sæti vegna kynfæra en það er þá ekki í fyrsta skipti sem þau hafa komið mér í vandræði. Nóg um það! Af stað lagði ég með nesti og góðan vilja. Margt var gaman og annað ekki. Eitt af því sem flokkast í „annað ekki“ eru pólitískir framboðsfundir. Nú vil ég ekki hljóma eins og berin séu súr af því að ég fékk þau ekki. En það er bara eitthvað við formið, það er alveg drep! – þá hef ég það líka á tilfinningunni að þeir skili litlu þegar uppi er staðið. Ég sat þá nokkra ágæta, aðra vonda – og nú langar mig að taka það fram að mér finnst undir flestum kringumstæðum maður vera manns gaman – en versti fundurinn var sá síðasti (já, ég held svei mér þá að ég hafi farið versnandi eftir því sem á leið). Mér til varnar (eða ekki?) var ég algjörlega ósofin vegna veikinda dóttur þennan fund, fund sem haldinn var í notalega panelklæddu félagsheimili og stóð milli kl. 21 og 01, það er ekki primetime fyrir ósofnar einstæðar mæður get ég sagt ykkur! Þreytan gerði ekkert fyrir mig andlega eða líkamlega en reið þó ekki baggamuninn. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei skilið út á hvað svona fundir ganga. Þarna var verið að ræða samgöngur og fjarskipti. Nokkuð sem brennur mjög á illa net- og símatengdri Staðarsveitarsál. Ég þekki málaflokk- inn ágætlega – ef ekki bara nokkuð vel – og hef jú skoðanir á þeim. Það vantaði ekki. En framboðin (og þau voru ellefu!) töluðu ýmist öll eins og umhverfisvæn Vinstri græn eða þá að „allir gætu fengið allt“, sem mér fannst lykta af hinu vel þekkta pólitíska fyrirbæri: lýðskrumi. Nú skal það tekið fram að ég er ekki að benda fingrum á fólk eða flokk – heldur „Þreytan gerði ekkert fyrir mig andlega eða líkam- lega en reið þó ekki baggamuninn. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei skilið út á hvað svona fundir ganga.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.