Kjarninn - 06.03.2014, Side 5

Kjarninn - 06.03.2014, Side 5
02/05 LEiðari snýst um að fólk neitar að láta hafa af sér valfrelsi og tæki- færi með lygum. Spurningin um Evrópusambandsaðild eða ekki er nefni- lega sú sem mun móta nánustu framtíð okkar meira en nokkur önnur. Lýðræði snýst ekki um að fámennum hópi sé fært alræðisvald til geðþóttaákvarðanna á fjögurra ára fresti, sérstaklega þegar hópurinn hefur logið til að komast á valdastól. Það snýst um að þjóð hafi sjálf rétt til að taka þessar mikilvægu ákvarðanir. Orðum fylgja ábyrgð Það hefur sannarlega verið logið oft á undanförnum árum. Þegar ríkisstjórnin var kynnt í fyrravor var forsætisráðherra spurður hvort það mætti treysta því að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi varðandi Evrópusambandsviðræður. Hann svaraði: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í pistli sem Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði 18. ágúst 2011, og birtist á heimasíðu hans, segir meðal annars að „þegar málin hafa skýrst og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðar- atkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju. ... Sú íhaldsemi að stjórnmála- menn taki einir ákvarðanir var sem betur fer brotin þegar þjóðin hafnaði Icesave samn- ingum í trássi við vilja þeirra flokka sem nú vilja ná stöðugleika með aðild að efnahagslegum rústum ESB. Við fetum nú í átt til frjálslyndari stjórnhátta og ESB umsóknin er tilvalið prófmál“. Skömmu eftir að þessi pistill birtist lögðu nokkrir þing- menn núverandi stjórnarflokka fram þingsályktunartillögu um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Í henni segir að „þjóðaratkvæðagreiðsla er viðurkennd aðferð til að leiða fram þjóðarvilja í mikil vægum málefnum. Þjóðar- atkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðuferli „En er öll þróun til verri vegar í Evrópu? Það hefur verið hagvöxtur á evrusvæðinu þrjá ársfjórðunga í röð og hagspá gerir ráð fyrir því að hag- vöxtur í sambandinu sem heild verði 1,5 prósent í ár.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.