Kjarninn - 06.03.2014, Side 12

Kjarninn - 06.03.2014, Side 12
04/05 EfnahagsmáL Í lok maí 2011 kynnti Landsbankinn þrískiptar aðgerðir. Sú fyrsta, og sú sem skipti langmestu máli, var lækkun fasteignaveðskulda niður í 110 prósent fasteignamats í stað verðmats sem var hjá hinum bönkunum. Þar gat munað mörgum milljónum króna, enda fasteignamat oft á bilinu 70 til 75 prósent af verðmati. Önnur aðgerðin var að endur- greiða skilvirkum viðskiptavinum 20 prósent af vöxtum sem þeir greiddu frá 1. janúar 2009 til 30. apríl 2011. Endur- greiðslan kom til lækkunar lána eða sem innlögn á reikning þeirra sem voru skuldlausir. Að lokum voru skuldir umfram greiðslubyrði lækkaðar um að hámarki átta milljónir króna hjá hjónum og fjórar milljónir króna hjá einstaklingum. Samkvæmt ársskýrslu Landsbankans fyrir árið 2011 lækk- aði hann alls skuldir 55 þúsund einstaklinga með þessum aðgerðum um 55,8 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá honum var umframkostnaður við þær aðgerðir sem samið hafði verið um við ríkið um 25 milljarðar króna. landsbankinn Forsvarsmenn bankans ákváðu sumarið 2011 að gera betur við viðskiptavini sína en samkomulag á milli fjármála- fyrirtækja og stjórnvalda gerði ráð fyrir.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.