Kjarninn - 06.03.2014, Side 17

Kjarninn - 06.03.2014, Side 17
03/06 stjórnmáL Framsóknarflokknum. Meiri vilji er til þess að setja málið í annan farveg en að það er í nú og freista þess að ná víðari sátt um málið. Skýrt hefur þó komið fram í máli Bjarna Benedikts sonar, formanns flokksins, bæði á þingflokks- fundum Sjálfstæðisflokksins og á opinberum vettvangi, að ekki sé annar möguleiki í stöðunni en að „koma ESB- umsókninni út af borðinu“ eins og einn viðmælenda Kjarn- ans orðaði það. Þrátt fyrir að meirihluti þingmanna vilji draga umsókna til baka, eins og stefnt er að, hafa þingmenn samt rætt um það með skýrum hætti að mikilvægt sé að ná sem bestri sátt um niðurstöðuna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona flokksins, hefur verið sérstaklega ötul við að benda á mikilvægi þess að leyfa þjóðinni að ráða för í málinu, helst að kjósa um aðildarsamning að loknu samningsferli en í ljósi pólitískrar stöðu málsins nú að kjósa um framhald aðildar- viðræðna. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður flokksins, hefur einnig talað fyrir þessum sjónarmiðum. Umræður hafa verið hreinskiptar um þessi mál í flokknum en formaðurinn hefur lagt áherslu á það að halda málinu í sama farvegi og þingsályktunar tillagan segir til um. mótmæli á austurvelli Áformum ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka hefur verið mótmælt kröftuglega.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.