Kjarninn - 06.03.2014, Síða 18

Kjarninn - 06.03.2014, Síða 18
04/06 stjórnmáL þrýstingur frá atvinnulífinu Framsóknarflokkurinn er í annarri pólitískri stöðu en Sjálfstæðis flokkurinn þegar að þessu máli kemur. Þrýstingur- inn úr baklandi Sjálfstæðisflokksins, í þá veru að draga umsóknina ekki formlega til baka heldur leyfa þjóðinni að kjósa um framhaldið, er mun meiri en hjá Framsóknarflokki. Þannig hefur margt forystufólk í stjórnum hagsmunasamtaka í íslensku atvinnulífi rætt við þingmenn, bæði í persónulegum samtölum og einnig með formlegri hætti á fundum, þar sem áherslumálum þeirra hefur verið komið skila. Einkum og sér í lagi að stjórnvöld hætti við að draga umsóknina um aðild að ESB til baka og leyfi þjóðaratkvæðagreiðslu að fara fram um framhald málsins, fyrst stjórnvöld eru eindregið á því að hætta viðræðum við sambandið. Þrátt fyrir miklar umræður við ýmsa forystumenn í atvinnulífinu um þessi mál er stuðn- ingur við að draga umsóknina til baka eindreginn innan flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. segir evrópusamBandið ekki Hafa sett íslandi tímamörk Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunar- stjóra Evrópusambandsins (ESB), hafnar fullyrðing- um Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra í Kastljósi þriðjudaginn 4. mars þess efnis að ESB hafi sett þrýsting á íslensk stjórnvöld um að svara því hvort halda ætti aðildarviðræðum við sambandið áfram eður ei. Sigmundur Davíð fullyrti að forystumenn ESB hefðu sagt við hann á fundum að sambandið myndi ekki bíða lengi eftir svari íslenskra stjórnvalda. Í skriflegu svari Stanos við fyrirspurn Kjarnans er þessum fullyrðingum vísað á bug. Stano segir að forystumenn ESB hafi alltaf haldið því til haga í samskiptum við forystumenn Íslands að Ísland réði ferðinni en sambandið gæti ekki beðið endalaust eftir ákvörðun um framhaldið. Þá segir Stano að íslenskum stjórnvöldum hafi ekki verið settur neinn tímafrestur; sambandið muni virða ákvörðun þjóðarinnar og hafa skilning á þeim tíma sem hún taki. „Staðreynd málsins er sú að Alþingi er að ræða um þá ákvörðun stjórnvalda að draga umsóknina til baka og þessi ákvörðun er alfarið í höndum Íslands. Hver sem loka niðurstaðan verður munum við virða hana eins og við virtum nýja nálgun stjórnvalda um að gera hlé á aðildar- viðræðunum,“ segir Stano.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.