Kjarninn - 06.03.2014, Side 18

Kjarninn - 06.03.2014, Side 18
04/06 stjórnmáL þrýstingur frá atvinnulífinu Framsóknarflokkurinn er í annarri pólitískri stöðu en Sjálfstæðis flokkurinn þegar að þessu máli kemur. Þrýstingur- inn úr baklandi Sjálfstæðisflokksins, í þá veru að draga umsóknina ekki formlega til baka heldur leyfa þjóðinni að kjósa um framhaldið, er mun meiri en hjá Framsóknarflokki. Þannig hefur margt forystufólk í stjórnum hagsmunasamtaka í íslensku atvinnulífi rætt við þingmenn, bæði í persónulegum samtölum og einnig með formlegri hætti á fundum, þar sem áherslumálum þeirra hefur verið komið skila. Einkum og sér í lagi að stjórnvöld hætti við að draga umsóknina um aðild að ESB til baka og leyfi þjóðaratkvæðagreiðslu að fara fram um framhald málsins, fyrst stjórnvöld eru eindregið á því að hætta viðræðum við sambandið. Þrátt fyrir miklar umræður við ýmsa forystumenn í atvinnulífinu um þessi mál er stuðn- ingur við að draga umsóknina til baka eindreginn innan flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. segir evrópusamBandið ekki Hafa sett íslandi tímamörk Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunar- stjóra Evrópusambandsins (ESB), hafnar fullyrðing- um Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra í Kastljósi þriðjudaginn 4. mars þess efnis að ESB hafi sett þrýsting á íslensk stjórnvöld um að svara því hvort halda ætti aðildarviðræðum við sambandið áfram eður ei. Sigmundur Davíð fullyrti að forystumenn ESB hefðu sagt við hann á fundum að sambandið myndi ekki bíða lengi eftir svari íslenskra stjórnvalda. Í skriflegu svari Stanos við fyrirspurn Kjarnans er þessum fullyrðingum vísað á bug. Stano segir að forystumenn ESB hafi alltaf haldið því til haga í samskiptum við forystumenn Íslands að Ísland réði ferðinni en sambandið gæti ekki beðið endalaust eftir ákvörðun um framhaldið. Þá segir Stano að íslenskum stjórnvöldum hafi ekki verið settur neinn tímafrestur; sambandið muni virða ákvörðun þjóðarinnar og hafa skilning á þeim tíma sem hún taki. „Staðreynd málsins er sú að Alþingi er að ræða um þá ákvörðun stjórnvalda að draga umsóknina til baka og þessi ákvörðun er alfarið í höndum Íslands. Hver sem loka niðurstaðan verður munum við virða hana eins og við virtum nýja nálgun stjórnvalda um að gera hlé á aðildar- viðræðunum,“ segir Stano.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.