Kjarninn - 06.03.2014, Side 30

Kjarninn - 06.03.2014, Side 30
03/05 fótbOLti væru meira og minna tapað fé og að íslenska ríkið ætlaði sér ekki að borga skuldirnar. Pétur, sem talar hollensku eftir að hafa gert garðinn frægan á hollenskri grundu á ferli sínum, ekki síst með Feyenoord í Rotterdam, sagði stemmn- inguna á vellinum þegar leikurinn fór fram hafa verið spennuþrungna. Ekki síst á meðal hörðustu stuðningsmanna hollenska liðsins í Rotterdam, en þar hefur löngum verið harður kjarni fótboltabullna sem reglulega veldur upp þotum og leiðindum á leikjum. Hjá þeim þarf nú yfirleitt ekki undirliggjandi milliríkjadeilur til að berjast við lögregluna og stuðningsmenn annarra liða, innan vallar sem utan. sóknarbolti gegnum hollendingum? Ekki góð hugmynd Ég hef mætt á alla heimaleiki íslenska karlalandsliðsins undanfarin tæplega sex ár. Leikurinn gegn Hollandi 6. júní 2009 var í minningunni ágætis áminning um hversu frábæra sóknarleikmenn Hollendingar eiga. Eftir fyrri leikinn spennu- þrungna í Hollandi lá fyrir að Holland var of sterkt lið fyrir Ísland. En eins og oft þegar litlu liðin eru á heimavelli er stutt í fífldirfskuna. Fyrir leikinn sagði Ólafur Jóhannes son að íslenska liðið ætlaði sér að gefa allt í leikinn og reyna að spila sóknarbolta gegn stjörnum prýddu liði Hollendinga. Ég hlakkaði mikið til leiksins, ekki síst þar sem gamall félagi úr Völsungi var í byrjunarliðinu, Pálmi Rafn Pálmason. Í stuttu máli fannst mér íslenska lands- liðið ekki eiga minnsta möguleika gegn Hollandi í fyrri hálf- leik. Sérstaklega var eimreið Hollendinga á vængjum beggja megin svo til óstöðvandi. Öðru megin var Arjen Robben, einn allra besti leikmaður Evrópu í dag, og hinum megin Robin van Persie, sem hefur um árabil verið einn besti framherji í heimi. Staðan í hálfleik var 1-0 en hún átti að vera minnst ólafur jóhannesson Þjálfari íslenska landsliðsins lagði upp með sóknarleik gegn stjörnum prýddu liði Hollendinga.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.