Kjarninn - 06.03.2014, Side 31

Kjarninn - 06.03.2014, Side 31
04/05 fótbOLti 4-0 fannst mér. Slagkrafturinn í sóknarleik Hollendinga var einfald lega of mikill fyrir Ísland, ekki síst þegar íslenska liðið var að missa boltann á svæðum þar sem Holland gat sótt af fullum þunga leiftursnöggt. En eins og oft í þjálfaratíð Ólafs Jóhannessonar átti Ísland góða spilkafla og sýndi að þegar sjálfstraustið var til staðar bjó heilmikið í liðinu. Þetta sást á köflum gegn Hollandi. Lokatölur urðu 2-1, en Kristján Örn Sigurðsson klóraði í bakkann með marki á 89. mínútu. Nigel de Jong skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Holland í leiknum og hitt markið gerði Mark van Bommel. Það sást í þessum leik að Holland var til alls líklegt á HM sem var fram undan í Suður-Afríku ári síðar, en með sigrinum tryggði hollenska liðið sér endanlega sæti í lokakeppninni. Þar spilaði það frábærlega og var hársbreidd frá því að verða heimsmeistari en tap- aði 1-0 fyrir Spánverj- um eftir framlengdan leik. Miðjumennirnir sem skoruðu gegn Ís- landi komu mikið við sögu í keppninni, ekki síst með hörðum tæklingum. spennandi riðill Ástæðan fyrir þessari upprifjun á leikjunum við Holland er sú að Ísland dróst í riðil með þessari mögnuðu knattspyrnu- þjóð í undankeppni EM. Aðrar þjóðir sem eru með Íslandi í firnasterkum A-riðli eru Tékkland, Tyrkland, Lettland og Kasakstan. Við feðgar urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við sáum andstæðinga Íslands, en Heimir Andri, sjö ára sonur minn, kemur alltaf með mér á Laugardalsvöllinn. marki fagnað Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna hér marki þess síðastnefnda gegn Sviss.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.