Kjarninn - 06.03.2014, Síða 35

Kjarninn - 06.03.2014, Síða 35
03/06 úkraína mun hafa afleiðingar Hernaðarlegt mikilvægi Krímskagans er nokkuð mikið fyrir Rússa. Þeir hafa verið með herstöð í Sevastopol lengi, þar eru um 15 þúsund hermenn og þar á Svartahafsfloti Rússa heimahöfn. Auk þess er, eins og áður sagði, stór hluti íbúanna á skaganum rússneskumælandi og telja sig Rússa frekar en Úkraínumenn. Þá telja fréttaskýrendur að aðgerðir síðustu daga séu líka til þess fallnar að hnykla vöðva Rúss- lands Pútíns á alþjóðavettvangi. Kreml sé með þeim að sýna bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu að Rússar ætli áfram að ráða sínum bakgarði. Þetta sé þeirra áhrifasvæði. Innrásin mun þó sannarlega hafa afleiðingar. Bandaríkja- stjórn og fleiri vestræn ríki telja klárt að hernaðaríhlutun á borð við þessa sé brot á alþjóðalögum og gegn sjálfstæði Úkraínu. Allar líkur eru á því að Rússar missi sæti sitt í G8- klúbbnum, sem er skipaður átta helstu iðnríkjum heims. Til stóð að næsti leiðtogafundur G8 færi fram í Ólympíuborginni Sotsjí í júní. Nú bendir allt til þess að sá fundur verði blásinn af. Auk þess hefur John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hótað viðskiptaþvingunum. Kerry hefur sagt að rússneskar eignir gætu verið frystar, bandarísk fyrirtæki gætu þurft að hætta að eiga viðskipti við Rússa og alþjóðlegir viðskiptasamningar gætu hætt að gilda. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk enn evrópusamBandið sendir 15 milljarða dala neyðarpakka Í gær tilkynnti Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að það myndi veita Úkraínu 15 milljarða dala neyðarpakka til tveggja ára. Hann á að samanstanda af styrkjum og lánum og hjálpa nýjum stjórnvöldum í Kænu- garði að vinna að endurbótum á lömuðum efnahag landsins. Alls er áætlað að um 35 milljarði dala vanti til að bjarga málunum í Úkraínu og líklegt verður að telja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði mættur með áætlun innan skamms. Eftir að Janúkóvitsj var steypt fullyrti bráðabirgða- forsætisráðherra Úkraínu að um 70 milljarðar dala hefðu farið út úr efnahag landsins og inn á erlenda bankareikninga þrjú árin á undan. Meðlimir fyrri ríkisstjórnar hefðu beinlínis stolið þeim. Ríkissjóður landsins var sagður eiga einungis 400 þúsund dali í handbæru fé og gjaldeyrisvarasjóð upp á 15 millj- arða dala. Heildarskuldir voru hins vegar sagðar 75 milljarðar dala. Ríkissjóður Úkraínu er því, vægast sagt, tómur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.