Kjarninn - 06.03.2014, Page 35

Kjarninn - 06.03.2014, Page 35
03/06 úkraína mun hafa afleiðingar Hernaðarlegt mikilvægi Krímskagans er nokkuð mikið fyrir Rússa. Þeir hafa verið með herstöð í Sevastopol lengi, þar eru um 15 þúsund hermenn og þar á Svartahafsfloti Rússa heimahöfn. Auk þess er, eins og áður sagði, stór hluti íbúanna á skaganum rússneskumælandi og telja sig Rússa frekar en Úkraínumenn. Þá telja fréttaskýrendur að aðgerðir síðustu daga séu líka til þess fallnar að hnykla vöðva Rúss- lands Pútíns á alþjóðavettvangi. Kreml sé með þeim að sýna bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu að Rússar ætli áfram að ráða sínum bakgarði. Þetta sé þeirra áhrifasvæði. Innrásin mun þó sannarlega hafa afleiðingar. Bandaríkja- stjórn og fleiri vestræn ríki telja klárt að hernaðaríhlutun á borð við þessa sé brot á alþjóðalögum og gegn sjálfstæði Úkraínu. Allar líkur eru á því að Rússar missi sæti sitt í G8- klúbbnum, sem er skipaður átta helstu iðnríkjum heims. Til stóð að næsti leiðtogafundur G8 færi fram í Ólympíuborginni Sotsjí í júní. Nú bendir allt til þess að sá fundur verði blásinn af. Auk þess hefur John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hótað viðskiptaþvingunum. Kerry hefur sagt að rússneskar eignir gætu verið frystar, bandarísk fyrirtæki gætu þurft að hætta að eiga viðskipti við Rússa og alþjóðlegir viðskiptasamningar gætu hætt að gilda. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk enn evrópusamBandið sendir 15 milljarða dala neyðarpakka Í gær tilkynnti Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að það myndi veita Úkraínu 15 milljarða dala neyðarpakka til tveggja ára. Hann á að samanstanda af styrkjum og lánum og hjálpa nýjum stjórnvöldum í Kænu- garði að vinna að endurbótum á lömuðum efnahag landsins. Alls er áætlað að um 35 milljarði dala vanti til að bjarga málunum í Úkraínu og líklegt verður að telja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði mættur með áætlun innan skamms. Eftir að Janúkóvitsj var steypt fullyrti bráðabirgða- forsætisráðherra Úkraínu að um 70 milljarðar dala hefðu farið út úr efnahag landsins og inn á erlenda bankareikninga þrjú árin á undan. Meðlimir fyrri ríkisstjórnar hefðu beinlínis stolið þeim. Ríkissjóður landsins var sagður eiga einungis 400 þúsund dali í handbæru fé og gjaldeyrisvarasjóð upp á 15 millj- arða dala. Heildarskuldir voru hins vegar sagðar 75 milljarðar dala. Ríkissjóður Úkraínu er því, vægast sagt, tómur.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.