Kjarninn - 06.03.2014, Side 38

Kjarninn - 06.03.2014, Side 38
06/06 úkraína Rússa innan áhrifasvæða ríkisins muni ekki standa fast við bakið á áformum Pútíns. Innan margra þeirra er stór hluti íbúa rússneskumælandi og ef þau styddu innrásina í Ukraínu væri hægt að yfirfæra rökin fyrir henni að einhverjum leyti yfir á þau sjálf. Ríkisstjórn Kasakstan, sem er stór olíu- framleiðandi, sendi til dæmis frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti yfir miklum áhyggjum af ástandinu í Úkraínu eftir íhlutun Rússa. Ekki vinsælt heima fyrir Hernaðarbröltið er heldur ekki að gera Pútín mikla greiða heimafyrir. Tímaritið Time greindi frá því í vefútgáfu sinni að Kreml hefði látið framkvæma skoðanakönnun sem birt var á mánudag og sýndi að 73 prósent Rússa væru á móti þeim hernaði sem lagt hefur verið út í á Krímskaga. Það gerir ákvörðunina um innrás í Úkraínu eina þá óvinsælustu sem Pútín hefur tekið á 14 ára valdaferli sínum. Innrásin hefur líka haft mikil áhrif á rússneska mark- aði. Þegar þeir voru opnaðir í byrjun vikunnar eftir atburði helgar innar féllu hlutabréf í lykilfyrirtækjum landsins um meira en tíu prósent. Á einum degi þurrkuðust út um 60 milljarðar dala, um 6.780 milljarðar íslenskra króna, af virði hlutabréfanna. Þriðjungur þeirrar upphæðar var vegna lækkunar á orkurisanum Gazprom, en hluthafar hans töpuðu um 1.695 milljörðum króna af virði bréfa sinna. Það er um ein íslensk landsframleiðsla.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.