Kjarninn - 06.03.2014, Side 50

Kjarninn - 06.03.2014, Side 50
02/11 viðtaL v erkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands eru mörg og ærin. Hún er kynningar- og upp- lýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun hér heima og erlendis, en meginhlutverk hennar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á verðmætasköpunina sem felst í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið. Hönnunarmiðstöð Íslands er gert að mynda tengsl á milli greina og hvetja til samstarfs og umræðu, stuðla að auknum mælingum og rannsóknarvinnu varðandi umfang og vöxt hönnunargeirans og ýta undir fræðslu í markaðsmálum, verkefnastjórnun og framleiðslu. Þá stendur miðstöðin fyrir fyrirlestrum, sýningum og ráðstefnum og HönnunarMars, sem fer fram dagana 27. til 30. mars næstkomandi, en hátíðin er langstærsta kynningarverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands ár hvert. kemur að mótun hönnunarstefnu stjórnvalda Miðstöðin á einnig þátt í því að móta svokallaða hönnunar- stefnu ásamt stjórnvöldum. Hugmyndin á bak við hönnunar- stefnuna er ekki ný af nálinni, því fleiri þjóðir hafa mark- að sér sambærilega stefnu í hönnunarmálum, svo sem Finnland, Bretland, Danmörk, Singapúr og Suður-Kórea. Núgildandi hönnunarstefna stjórnvalda hér á landi, sem gildir til ársins 2018, byggir á tillögum frá stýrihópi sem Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, skipaði í samstarfi við Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmála ráðherra, í ársbyrjun 2011. Stýrihópinn skipuðu fulltrúar frá áðurnefndum ráðherrum, Sigurður Þorsteinsson iðn hönnuður, sem var formaður stýrihópsins og Jóhannes Þórðarson arkitekt, ásamt Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Halla er grafískur hönnuður að mennt, en hún hefur gegnt starfinu frá því að Hönnunarmiðstöð var stofnuð árið 2008. Í niðurstöðum stýrihópsins er vitnað í skýrslu Evrópu- sambandsins, Design as a driver of user-centred innovation viðtaL Ægir Þór Eysteinsson

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.