Kjarninn - 06.03.2014, Page 65

Kjarninn - 06.03.2014, Page 65
04/04 áLit samþykkt af fúsum og frjálsum vilja að gerast ábyrgðarmað- ur á námslokaláni S. Greiðslumatið og lánaskjölin hefðu legið fyrir og hefði F haft fullan möguleika á að kynna sér þau gögn. Farið hefði verið eftir gildandi lögum og venjum á fjármálamarkaði og framkvæmdin hefði verið í samræmi við 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. niðurstaða héraðsdóms Héraðsdómur féllst hins vegar á fyrrgreindar málsástæður F. Taldi héraðsdómur að greiðslumatið frá 13. febrúar 2008 hefði verið villandi um veigamikið atriði og hefði Kaupþingi mátt vera það ljóst. Féllst héraðsdómur á að niðurstaða greiðslumatsins hefði eins og á stóð í raun verið neikvæð og með réttu hefði F átt að staðfesta sérstaklega með undirskrift sinni að hann óskaði þess að syni hans yrði engu að síður veitt lánið í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 4. gr. samkomu- lagsins. Þá hefði skuldabréfið sjálft ekki verið nægilega skýrt svo telja mætti að F hefði mátt gera sér grein fyrir tengingu þess við greiðslumatið. Leggja yrði áherslu á að um hefði verið að ræða fjármálafyrirtæki sem gera yrði ríkar kröfur til um sérþekkingu og vönduð vinnubrögð. Með hliðsjón af 36. gr. samningalaga væri ósanngjarnt af hálfu bankans að bera sjálfskuldarábyrgðina fyrir sig gagnvart F og var henni því vikið til hliðar með dómi.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.