Kjarninn - 06.03.2014, Side 70

Kjarninn - 06.03.2014, Side 70
04/04 Álit uppbyggingu má eflaust opna ný svæði sem vegna skorts á aðstöðu hingað til hafa ekki þótt boðleg eða örugg. Svæði þar sem einfaldlega hefur skort fé og hvata til framkvæmda svo taka megi á móti gestum þannig að sómi sé að. Samkvæmt áðurnefndum hugmyndum Félags leiðsögumanna er lögð áhersla á að náttúrupassakerfið verði sjálfstætt, einfalt og skilvirkt. Ekkert mælir gegn því að það verði virkjað núna í sumar ef þeir sem um málið fjalla bretta upp ermarnar og koma sér saman um leikreglurnar sem eiga að gilda – annað eins hefur verið gert! Er raunverulegur ágreiningur um málið? Hvar liggur ágreiningurinn? Í fyrsta lagi eru ekki allir sam- mála þeirri hugmynd að gjaldtaka eigi yfirhöfuð rétt á sér þegar kemur að aðgengi að svokölluðum ferðamannastöðum og -svæðum. Í öðru lagi greinir menn á um hver eigi að innheimta slíkt gjald og hvar eðlilegt sé að innheimta það. Þá eru menn ekki á einu máli um hvernig meðhöndla eigi það fé sem innheimtist og hvernig skuli skipta því á milli stofnana, staða og svæða. Þetta er ekki ágreiningur heldur verkefni sem þarf að leysa í góðri sátt allra hagsmunaaðila. Á meðan beðið er eftir náttúrupassanum og þeim úr- ræðum sem í honum felast má vissulega segja að náttúran sjái um sig sjálf eins og hún hefur alltaf gert og mun alltaf gera löngu eftir að síðustu spor manna verða horfin af yfir- borði jarðarinnar. Þeir sem vilja kynna sér hugmyndir Félags leiðsögumanna um náttúrupassa geta séð þær í heild á Touristguide.is og kynnt sér skýrslu Ferðamálastofu.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.