Kjarninn - 06.03.2014, Page 76

Kjarninn - 06.03.2014, Page 76
03/04 pistiLL getur verið erfitt að færa á það sönnur. Þar kemur til kasta Óskars verðlaunanna sem afhent voru um síðustu helgi. Nú klórar sér kannski einhver í hausnum, því afhending Óskars- verðlaunanna er hvergi verðlögð – eða hvað? Það má nefnilega líta á stuðla hjá veðbönkum sem verð- lagningu á sigurlíkum mynda í mismunandi flokkum. Veð- bankarnir hreyfa enda við stuðlunum í takti við það hversu margir veðja á hverja mynd, til þess að tryggja að tap þeirra sem veðja rangt nægi örugglega til þess að greiða út vinn- inga til þeirra sem veðja rétt. Stuðlarnir ættu því á endanum að endurspegla sameigin legt mat allra fjárhættuspilara á sigurlíkum myndanna. spámarkaðurinn Til þess að ljá veðmöngurum örlítið virðulegri blæ hafa hagfræðingar tekið upp á því að kalla veðmálastarfsemi „spámarkaði“ (e. predictive markets), en einn þeirra, David Rothschild, tók upp á því að kanna hversu vel þessum spámörkuðum tókst að verð- leggja sigurlíkurnar á Óskarsverðlauna- hátíðinni 2013. Í ljós kom að spámarkaðirnir, þ.e. stuðlar veðbanka, höfðu almennt mun betra forspárgildi en t.d. mat sérfræðinga eða tölfræðilíkön sem byggðu á frumþáttum eins og tekjum myndanna eða verðlauna- fjölda þeirra. Með þessa þekkingu að vopni notaði Rothschild stuðla veðbanka til að reikna líkur á sigri kvikmynda í öllum 24 flokkunum fyrir verðlaunaafhendinguna sem fram fór á sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að með fjöldaspekina í farteskinu tókst honum að spá rétt fyrir um sigurmyndina í 21 flokki, þar af öllum aðalflokkunum, en einu flokkarnir sem hann klikk- aði á voru bestu leikna og teiknaða stuttmynd, og heimildar- mynd í fullri lengd. Ekki var nóg með það, heldur mat hann sigur líkurnar að meðaltali um 85%, svo að 21 rétt ágiskun af 24 bendir til þess að líkurnar hafi verið nokkuð rétt metnar. „Í ljós kom að spámarkaðirnir, þ.e. stuðlar veðbanka, höfðu almennt mun betra forspár- gildi en t.d. mat sérfræðinga eða tölfræðilíkön ...“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.