Kjarninn - 06.03.2014, Síða 94
05/05 tónList
robert smith
Það er eiginlega mjög auðvelt að ímynda sér að Robert Smith,
söngvari The Cure, sé að gráta frekar en syngja. Ofan á það
grætur hann iðulega um eitthvað sérlega grátlegt svo
allt verður enn átakalegra fyrir vikið. Hann heldur illa
utan um atkvæðin og skemmir grúfið oft að því er virð-
ist viljandi, heggur og dregur til skiptis á fremur ósmekk-
legan hátt. Og stundum býr hann til hávaða á innsoginu,
sennilega bara til að vera óþolandi. Ég fæ oft á tilfinninguna
að hann hljóti að vera sjúklega þurr í munninum.
björk
Já, hún. Hún hljómar eins og engin önnur söngrödd í veröld-
inni og ég veit að ég er að fara út á örlítið hálan ís með að
hafa hana hér í upptalningunni. Það er meira að segja ennþá
til fólk sem þolir hana alls ekki, en svo eru vitanlega
allir hinir sem dýrka hana og dá. Það er ekki gott að
segja hvar Sykurmolaútgáfan af Björk hefði lent eftir
geðþóttaákvarðanir dómaranna, en ef hún hefði komist
áfram í X-Factor hefði hún farið þá leið sem einhvers konar
Wild Card. Enda ekkert skrýtið, hún er eins og enginn annar.
En hún hefði líka getað dottið út.
bubbi
Ég gæfi háar fjárhæðir fyrir að geta látið 1980-útgáfuna af
Bubba flytja Stál og hníf fyrir 2014-Idol-dómaraútgáfuna
af Bubba og fá síðan að hlusta á orðaskiptin eftir á.
2014-Bubbi myndi vitanlega ekki hleypa stráknum
áfram því hann hljómar jú eins og vandræðaunglingur
í mótþróa sem hefur búið aðeins of lengi með foreldrum
sínum erlendis og misst valdið á móðurmálinu. Hann er
falskur og hjáróma, rennir sér upp og niður í tóna og hljómar
oft frekar sem predikari en söngvari. Og er alltaf með dólg.
Þeir báðir reyndar.
Gleymið því ekki næst þegar þið horfið á sjónvarpsþátt af
þessu tagi að umræddar keppnir eru ekki keppni í söng, þær
eru keppni í „svona“ söng.
The Cure – Boys Don‘t Cry
The Sugarcubes – Birthday
Bubbi Morthens –
Stál og hnífur
Fjölmargir söngvarar og
fjölmargar söngkonur komu
til álita við gerð þessa pistils
og hér er Spotify-listi. Listinn
er opinn og býð ég öllum að
bæta við hann.