Kjarninn - 03.04.2014, Side 25

Kjarninn - 03.04.2014, Side 25
16/17 greining íslensks viðskiptalífs virðast sannfærðir um að hrint verði í framkvæmd snýst um að keyra þrotabúin í þrot og láta þau greiða út í íslenskum krónum sem dótturfélag Seðlabanka Íslands leysir til sín frá kröfuhöfum með miklum afslætti en úthlutar síðan aftur til innlendra aðila. Á meðal þessara eigna eru Arion banki og Íslandsbanki, sem eru að mestu leyti í eigu þrotabúa fyrirrennara sinna. Væntingar hugmyndafræðinga þessarar leiðar eru að með þessu verði hægt að ná stórum hluta eigna þrotabúanna undir yfirráð Seðlabanka Íslands. Áður en ráðist verður í þessa aðgerð á hins vegar að skipta út stjórnendum bankans til að stefna hans gangi meira í takt við stefnu ráðamanna. Þetta er skoðun sem er að finna víða í atvinnulífinu. Hún er meðal annars sett fram í tölvupósti frá Helga Magnús- syni, varaformanni næststærsta lífeyrissjóðs landsins, til ýmissa áhrifamanna í íslensku viðskipta- lífi sem Kjarninn birtir í dag. Hann telur að raunverulega ástæðan að baki breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands sé að koma eigi Arion banka og Íslandsbanka í hendurnar á annars vegar framsóknarmönnum og hins vegar einhverjum sem séu handgengnir Sjálstæðisflokknum. Og þetta verði að gerast á góðu verði. „Helmingaskiptamórallinn er enn í fullu gildi,“ segir Helgi. Viðspyrna viðbúin Kröfuhafar föllnu bankanna ætla þó ekki að taka þessum tíðindum þegjandi. Margir þeirra eru með stór veðmál undir hérlendis og hafa fjárfest víða annars staðar á Íslandi en í kröfum á fallna banka. Þeir eru farnir að búa sig undir að fara í hart við íslensk stjórnvöld verði gjaldþrotaleiðin farin. Aðgerðir þeirra munu að einhverju leyti snúast um að koma heimur eve Aðaltekjulind og sköpun CCP er tölvuleikurinn Eve Online.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.