Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 22

Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 22
13/13 ViðSkipti Einn þeirra sem svara póstinum er Sigurður Arngrímsson, ráðgjafi og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley-bankans í London. Orðrétt segir hann: „Ég fæ ekki betur séð en þetta sé allt rétt. Davíð er auðvitað að draga athyglina frá sjálfum sér hvað varðar klúður í Seðlabankanum. Ég fæ ekki betur séð en hann sé nú klárlega dýrasti maður lýðveldisins. Hvernig væri að fara svolítið yfir það?“ mikil pressa Í ofanálag við þessa baráttu bak við tjöldin, ýmist í hluthafa hópum margra stærstu fyrirtækja landsins eða á hinu viðskipta pólitíska sviði, blandast undirliggjandi pressa sem er á ráða mönnum landsins, einkum þeim Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætis- ráðherra. Þeir hafa það í hendi sér hvaða stefna verður ofan þegar kemur að afnámi hafta og mörkun nýrrar peningastefnu fyrir landið. Spurningum um hvernig þessum málum verður háttað er flestum ósvarað, í það minnsta í nákvæmisatriðum. bara tilfinningalegar áStæður fyrir því að halda CCp á íSlandi Ræða Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmda- stjóra CCP, á Iðnþingi í byrjun mars fór vart framhjá mörgum. Þar fór hann meðal annars yfir feril CCP, hinn mikla uppgang sem fyrirtækið hefði gengið í gegnum og hvernig það væri að stýra alþjóðlegu fyrir- tæki í höftum og með íslenskri krónu. Hilmar sagði einnig frá því að tilboðum um að færa CCP til útlanda hefði rignt inn og að erlend sendiráð hérlendis væru mjög dugleg að tala við fyrirtæki sem „vit er í“. Í dag væri staðan þannig að þeir sem næðu árangri á hans vettvangi settu ekki upp fyrirtæki á Íslandi. Hann hefði hins vegar ákveðið að CCP yrði áfram á Íslandi í stað þess að fara til dæmis til Kanada, en þar bauðst CCP að borga enga skatta í fimm ár ef það flytti sig. Hilmar sagði ástæðu þess að hann hefði ekki flutt fyrirtækið einvörðungu byggða á tilfinningum. Eftir á að hyggja hefði það ekki verið sérstaklega góð ákvörðun. „Það stenst enga skoðun ef maður skoðar staðreyndirnar. Það meikar ekkert sens,“ sagði hann í ræðu sinni. Skömmu eftir ræðuna frægu birti CCP uppgjör sitt fyrir árið 2013. Þar kom í ljós að bókfært tap hefði verið 21,3 milljónir dala eða um 2,4 milljarðar króna, þrátt fyrir að rekstrartekjur hefðu aukist umtals vert á milli ára. Ástæða tapsins er að óefnis- leg eign var færð niður um 49,2 milljónir dala, eða um rúma 5,5 milljarða króna. Um er að ræða rann- sóknar- og þróunarkostnað vegna tveggja verkefna: helstu tekjulind CCP Eve Online og fyrstu persónu- skotleiknum DUST 514. Stjórnendur CCP hafa ekki viljað sundurgreina hversu mikið tap er vegna hvors verkefnis fyrir sig en ljóst er að gjaldfærslan er tæplega fjórum sinn- um hærri en hún var vegna ársins 2012, þegar hún náði einungis til Eve Online. Afskrifaður kostnaður vegna DUST 514 er því stór hluti af tapi síðasta árs. Þetta tap fór, samkvæmt heimildum Kjarnans, ekki vel í erlenda hluthafa CCP og bjó til nýja samnings stöðu fyrir þá sem vilja flytja höfuðstöðvar CCP burt frá Íslandi. Þegar þeir komu hingað til lands til að vera viðstaddir aðalfund CCP ræddu þeir, og aðrir hluthafar fyrirtækisins, fram og til baka um flutning höfuðstöðva úr landi. Niður staðan er sú að endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir en menn sjái ýmsa skýra kosti þess að fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.