Kjarninn - 03.04.2014, Side 86

Kjarninn - 03.04.2014, Side 86
01/03 kjaftæði Þ egar vinkona mín var sumarstarfsmaður á virðulegu íslensku dagblaði var eitt af verkefnum hennar að skrifa stjörnuspá dagsins. Á þessum tíma var hún kotroskinn háskólanemi og hefur hvorki fyrr eða síðar haft neinn áhuga eða þekkingu á stjörnuspeki. Hún sagði okkur hlæjandi frá því að þegar henni fyndist vanta upp á rómantíkina setti hún í stjörnuspá kærastans að nú væri góður tími til að bjóða mak- anum út að borða, eða að kaupa blóm til að lífga upp á daginn. Hann las auðvitað bara stjörnuspá sína til að vita hvaða hálf- duldu skilaboð kærastan var að senda honum þann daginn. En hvað með allt hitt fólkið sem las stjörnuspána sína í blaðinu og trúði á það sem þar stóð? Sem hélt að það sæti sveittur stjörnuspekingur með sirkil og gráðuboga að mæla út stöðu himintunglanna á hverju kvöldi og fyndi út að allar heimsins steingeitur yrðu íhugular daginn eftir, en lukku- tölur allra hrúta yrðu 3, 14 og 49? Bogmaður með græna áru Katrín Thorsteinsson skrifar um hindurvitni, rafræn faðmlög og vísindin sem liggja ekki að baki stjörnuspám. kjaftæði katrín thorsteinsson lögfræðingur kjarninn 3. apríl 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.