Kjarninn - 03.04.2014, Side 88

Kjarninn - 03.04.2014, Side 88
03/03 kjaftæði Shermer telur að fólk sem trúir á hindurvitni sé ekki endi- lega prettarar eða vitleysingar; flest sé það eðlilegt fólk hvers eðlilegi hugsunarháttur hafi afvegaleiðst að einhverju leyti. Sálfræðingurinn Bruce Hood hefur útskýrt þessa órökréttu hegðun fólks með þeirri kenningu að þegar fólki finnst það ekki hafa stjórn á hlutunum leitist það gjarnan við að finna munstur í umhverfi sínu í því skyni að endurheimta þá tilf- inningu að það hafi einhverja stjórn. Það skýri til að mynda að samfélagslegur áhugi á því óþekkta aukist þegar illa árar. Á meðan enginn skaðast er kannski bara tímasóun að agnúast út í tímasóun annarra. En Carl Sagan, einn þekktasti stjarneðlisfræðingur samtímans, spurði eitt sinn áleitinnar spurningar, sem er vel þess virði að velta fyrir sér: Hvers vegna er hvert einasta dagblað með daglegan dálk um stjörnuspeki, en nánast ekkert þeirra með daglegan dálk um vísindi? Væri heimurinn kannski örlítið betri ef þessu væri öfugt farið? Ég veit það ekki, en þetta er virkilega góð spurning. Kannski er ég bara svona skeptísk af því að ég er vatnsberi.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.