Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 37
03/08 Stjórnmál
í
Svo kom „blessað stríðið“. Ríkið varð skyndilega vellríkt og
framtíðin hlaut að teljast björt. Eða hvað? Erlendir spekingar
spurðu hvort örríki á hjara veraldar gæti haldið pólitísku og
efnahagslegu sjálfstæði. Fyrstu árin gerðu íslenskir vald hafar
reyndar sitt til að ala á slíkum efasemdum. Stríðs gróðinn
hvarf og greiðsluvandi ríkisins varð aftur ugg vænlegur. Kom
þá ekki annað „gott“ stríð – kalt stríð – og bjargaði málum. Að
vísu fylgdi sá böggull skammrifi að þjóðin klofnaði í fylkingar
með og á móti hernum. Auk þess óttuðust margir, einkum
menntafólk, „ameríkaníseringu“ og „hernám hugarfarsins“.
En með kalda stríðinu fékkst Marshall-aðstoð, gjafafé og
ókeypis hervernd, að ekki sé minnst á bætta vígstöðu í
landhelgismálinu. Í því var hernaðar mikilvægi Íslands öflugt
vopn. Frumkvæði fjölmargra erlendra ríkja í hafréttarmálum
var einnig dýrmætt. Aftur réðu
aðstæður ytra því miklu um sigur
Íslands þótt staðfesta og dugnaður
Íslendinga sjálfra hafi auðvitað líka
haft sitt að segja.
Forsendur efnahagslegra framfara
voru tryggðar. Auðlindir á láði og legi
voru nýttar mun meir en áður – fiski-
mið, hagar, fossar, jarðhiti og fagurt
landslag fyrir ferðamenn. Með öllu
þessu og eigin hugviti tókst okkur
að skapa öflugt velferðar samfélag.
Lýðveldið efldist en flokkaræði og
frændhygli settu að vísu ljótan blett
á það. Auk þess voru þeir ekki öfundsverðir sem minna máttu
sín eða þóttu á einhvern hátt öðruvísi en gerðist og gekk.
Svo kom útrásin, ofvöxtur bankanna og ýkjukenndar
hugmyndir of margra Íslendinga um eigið ágæti. Dramb er
falli næst. Árið 2014, 70 árum eftir lýðveldisstofnun, erum
við Íslendingar tiltölulega nýlega sloppnir með skrekkinn
eftir bankahrunið mikla. Ytra vildi nær enginn hjálpa
útrásar víkingum, bankamönnum og stjórnvöldum úr því
lýðveldisstofnun fagnað
Lýðveldið Ísland var stofnað
á Þingvöllum 17. júní
1944. Ísland hafði þá lotið
konungum á Norðurlöndum
síðan Gamli sáttmáli var
gerður árið 1262.